16.4.2020 | 14:19
"Við lifum ekki lífið af...". Djörf og tímabær hugmynd með Ladda.
Aðeins þrjár staðreyndir móta tilvist hverrar lífveru: Fæðing - líf - dauði.
Enginn man fæðingu sína og sumir "falla í jörð en verða aldrei blóm" eins og þjóðskáldið kvað.
Þá er bara eftir ein staðreynd, sem allir standa andspænis: Dauðinn.
Og það varpar upp spurningunni um hinstu rök, sem margir hafa velt fyrir sér.
Jónas Svavár kvað:
Andi minni glímdi við Guð
og það var gasalegt puð,
en eftir dúk og disk
dró ég úr honum fisk.
Um dauðann og hin hinstu rök er sagt í upphafi óbirts ljóðs og lags um staðreyndir og efa:
"VANGAVELTUR Í ÓENDANLEIKANUM;
STAÐREYNDIR OG EFI.
Þökkum það, sem Guð oss gaf,
hvern góðan dag
við sðng og skraf.
Við lifum ekki lífið af;
er það?
Eða hvað?...."
Einhvern veginn er það svo um dauðann, eina fyrirbærið, sem allir menn standa frammi fyrir, meðvitað eða ómeðvitað, að það er gjarnað skautað fram hjá þessu því í umræðunni,svo að það nálgast firringu, og er það breyting frá því sem hefur verið í landbúnaði dreifbýlisins alla tíð, þar sem kynslóðaskipti dýranna eru ör og afar sjáanleg og í augsýn.
Hugmyndin um myndina með Ladda er að mörgu leyti bæði djörf og lofsverð.
Ekki aðeins hvað snertir nauðsyn þess að varpa ljósi á dauðann og hlutverki hans og sessi í mannlífinu, heldur einnig að ráðast gegn því fyrirbæri að láta góða gamanleikara gjalda þess hve góðir leikarar þeir eru í gamanhlutverkum, að þeir fái sjaldan eða aldrei að takast á við vandasöm stórhlutverk í dramatískum leikritum og kvikmyndum.
Þá vill það gleymast, að aðeins toppleikarar geta náð langt í að leika gamanhlutverk.
Tvð nöfn koma í hugann: Bessi Bjarnason var afburða leikari, sem síðuhafi sá aðeins einu sinni fá að takast á við vandasamt alvöruhlutverk og sýna með því, að hann gæti leyst allar tegundir hlutverka af hendi á áhrifamikinn hátt.
Alfreð Andrésson fékk aldrei að sýna hvað í honum bjó varðandi túlkun á alvarlegu og dramatísku hlutverki, því miður.
Að fá Ladda til að taka að sér krefjandi dramatískt hlutverk var löngu tímabært, og fyrsti hlutinn, sem búið er að sýna, lofar góðu, svo að það er hægt að bíða í eftirvæntingu eftir framhaldinu.
Laddi slær algert met með Jarðarförin mín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.