Mannhelgin er 2 metrar og landhelgin er 200 sjómílur. "Mannhelgisbrot" í dag.

Víðir Reynisson klykkti út í lokaorðum sínum í dag, að mannhelgina, sem er 2 metrar, bæri að virða. Hárrétt orð hjá honum: Mannhelgi.

Já, vel orðað hjá honum og vel við hæfi að nota heitið mannhelgi um þau sjálfsögðu mannréttindi að hver maður eigi rétt á því samkvæmt sóttvarnarlögum og mannréttindaákvæðum, að maður, hugsanlega spúandi frá sér drepsóttarveiru, komi ekki nær en í tveggja metra fjarlægð. 

Þessir tveir metrar skuli skilgreinast sem mannhelgi á sama hátt og að fiskveiðilögsagan eða landhelgin, sé 200 sjómílur, sem er sama og 370 þúsud metrar. 

Brot á lögunum eru þá mannhelgisbrot og landhelgisbrot. 

Síðuhafi sá núna síðdegis, að fimm menn fóru inn í opna búð í Kringlunni og stóðu þar með tveimur öðrum viðskiptavinum svo nálægt tveimur afgreiðslumönnum, að þarna voru níu manns að brjóta tveggja metra mannhelgisregluna af alefli. 

Ábendingum til fólksins um eðli málsins á þessum stað var þurrlega tekið en það byrjaði þó að tínast í burtu.  


mbl.is Óttast bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband