Víða má hlusta á svona svör í símsvörum; orð símsvarans eru skáletruð, en ég hef oft gaman af því að tala við símsvarana, sem bulla svona út úr sér út um allt.
"Þú ert kominn í samband við Almannabankann. Gjörið svo vel og bíðið."
"Ha? Við erum ekki tveir, ég er bara einn."
"Athugið að þetta símtal kann að vera hljóðritað."
"Ég er bara einn. Eða ertu að þéra mig? Þéringar voru aflagðar fyrir löngu."
"Símtölin eru afgreidd í réttri röð."
Þarf að taka það fram? Eru þau einhvers staðar afgreidd í rangri röð?"
"Þú ert númer átta í röðinni."
"Nú byrjarðu allt í einu að þúa mig. Takk, og þú hefur fattað, að ég er bara einn.
(Langt hlé)
"Þú ert kominn í samband við Almannabankann. Gjörið svo vel og bíðið."
"Byrjarðu aftur að þéra mig og þúa á víxl. Geturðu ekki farið að ákveða, hvort þú ætlar að þéra mig eða þúa mig?"
Þéringar hurfu á ótrúlega stuttum tíma í upphafi áttunda áratugarins, sem sýnir hve miklar hræringar voru í þjóðfélaginu á þeim áratug. Flestar fréttir af hundrað fréttum aldarinnar, sem valdar voru í aldarlok, gerðust á þeim áratug.
En þéringarnar virðast lifa góðu lífi í símsvörum landsins, því varla er verið að ávarpa fleiri en þann, sem er á línunni hverju sinni, eða hvað?
Burt með danskan yfirstéttardraug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðan segir: Þú ert númer eitt í röðinni en ekki: Þú ert næstur!
Sigurður I B Guðmundsson, 19.4.2020 kl. 10:17
Það tíðkast líka meðal ungs fólks (og kannski eldri) að heilsa kunningum sínum með „Sælir“ eða „Sælar“ þótt kveðjan sé bara ætluð einum. Mér finnst það bara skemmtilegt.
Alexander (IP-tala skráð) 22.4.2020 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.