23.4.2020 | 20:32
Mótsögnum hrúgað upp í herferð gegn samvinnu þjóðanna.
Í dag hefur mátt sjá menn fara mikinn í fjölmiðlum varðandi það, að allt illt í veröldinni, líka kórónuveikifaraldurinn, sé alþjóðavæðingunni og alþjóðasamvinnu að kenna.
WHO og öðrum alþjóðastofnunum er lýst sem alræðisstofnunum sem fari fram með ofbeldi gegn ríkjum og þjóðum.
Þarna er alhæft úr hófu fram og raunar farið með rangt mál varðandi WHO, sem hefur ekkert vald til þess að taka völdin af ríkisstjórnum í löndum heims.
Raunar hefur þvert á móti verið kvartað yfir því að WHO hafi ekki aðhafst sem skyldi gagnvart Kína.
Mótasögnum er hrúgað upp í þessu efni í herferðinni sem er og hefur verið í gangi gegn samvinnu þjóða og þeirri sýn, sem John F. Kennedy lýsti nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn með setningunni: "Við lifum öll á sömu plánetunni, öndum að okkur sama andrúmsloftinu, er annt um afkomendur okkar og erum öll dauðleg."
Trump vill bíða örlítið lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í dag hefur mátt sjá menn fara mikinn í fjölmiðlum varðandi það, að allt illt í veröldinni, líka kórónuveikifaraldurinn, sé alþjóðavæðingunni og alþjóðasamvinnu að kenna.
Hver segir þetta? Hvar?
Þessar pælinga hafa allar farið framhjá mér, af einhverjum sökum.
Tilvitnanir? Eða bara ein?
WHO og öðrum alþjóðastofnunum er lýst sem alræðisstofnunum sem fari fram með ofbeldi gegn ríkjum og þjóðum.
Aftur, hef ekki heyrt þetta.
Hef mikið heyrt rætt um vanhæfni, í tilviki WHO líka undirgefni við Kínverja. (Tilvitnun: https://www.skynews.com.au/details/_6151504508001)
Þarna er alhæft úr hófu fram og raunar farið með rangt mál varðandi WHO, sem hefur ekkert vald til þess að taka völdin af ríkisstjórnum í löndum heims.
Hver var að halda því fram að WHO væri að taka valdið af einhverjum?
Raunar hefur þvert á móti verið kvartað yfir því að WHO hafi ekki aðhafst sem skyldi gagnvart Kína.
Ég hef heyrt að þeir hafi hjálpað Kína að hylma yfir meiriháttar vandamál. Sem er núna að blómstra ansi hressilega.
Á hvaða miðla hefur þú verið að hlusta?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2020 kl. 21:18
Það er allavega vinsælt að slíta þessa kaldastríðs setningu Kennedys um kjarnorkuógnina úr samhengi og gera honum upp þá sýn sem hentar hverju sinni. Þegar menn telja hugsjónir sínar góðar þá er satt og rétt ekki það heilagasta.
Vagn (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 21:45
Ekki eyða tíma í að lesa þvaðrið í fasistum og fíflum.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 21:46
"Yfirhylming" WHO varðandi Kína byggðist á vanmætti stofnunarinnar til þess að taka yfir stjórnina þar í landi. Sem dæmi um það sem spurt er um má benda á Staksteina í Morgunblaðinu í dag.
Ómar Ragnarsson, 23.4.2020 kl. 22:31
Sæll Ómar.
Dauðinn í líki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
er sá hinn sami sem setið hefur Feigðar-Bleik og
farið með eldi og brandi og Hel um heimsbyggð alla
og sér ekki fyrir endann á.
Yfihylming þessarar stofnunar við stólabröltið
sem heimur sýpur nú seyðið af þar sem þagað var yfir
hálfan mánuð eða heilan hvað á gekk í Kína og það aukinheldur
sagt ekki öllu merkilegra en loftslagsfyrirbrigði eitthvert.
Þessi stofnun er einfaldlega búin að vera enda sekt hennar og
sök á pari við verstu hryðjuverk sögunnar.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.4.2020 kl. 03:39
Q: ""Yfirhylming" WHO varðandi Kína byggðist á vanmætti stofnunarinnar til þess að taka yfir stjórnina þar í landi."
Hvað?
Ég veit ekki hvar ég á að byrja...
Ertu að ýja að því að WHO *eigi* að leggja undir sig lönd ef svo ber undir? Af hverju?
Q: "WHO og öðrum alþjóðastofnunum er lýst sem alræðisstofnunum sem fari fram með ofbeldi gegn ríkjum og þjóðum. "
... en þá er þetta eftirsóknarvert, er ekki svo?
Þarfnast útskýringa.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.4.2020 kl. 16:20
Sæll Ómar.
Það sem þú kallar alþjóðavæðingu er
sennilega það sem betur er þekkt
undir heitinu fjölmenning.
Gengumst við fjölmenningu á hönd til þess að geta fengið
fólk af erlendum uppruna, margt af því velmenntað og klárt,
til að vinna verkin sem við erum of góð til að koma sjálf nálægt?
Er fjölmenning hér til að við getum stundað nútíma þrælahald
og greitt því fólki kúk og kanil og helst ekki neitt
sem hingað kemur?
Hún skyldi þó ekki vera hin hliðin á peningnum þar sem
minnimáttarkenndin hleypur inní sig sjálfa og skilar sér sem
ótrúverðug manngæska, mennska sem leitar síns eigin og er til
sýnis sem hver annar gripur á markaðstorgi hégómans!
Mestir og bestir; stórmerkilegt að við skyldum standast
þá freistingu að drepa okkur öll af kórónaveirunni svo allur
heimur fengi séð eða hamið sýniþörfina fyrir öll brjóstgæðin og
manngæskuna með því að flytja inn nógu marga smitaða.
Segi eins og J. í Nauthól: Ha? Finnst þér það ekki?
Húsari. (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.