Stóra-bóla fylgdi Íslendingum alla 18. öldina.

Stóra-Bóla, sem geysaði á árunum 1707-1709, drap næstum þriðjung þjóðarinnar. Heimildir um þetta eru góðar, vegna þess að afar vandað manntal var tekið fjórum árum fyrr og eftir það búa Íslendingar að betri heimildum og til lengri tíma um þjóðina og samsetningu hennar en nokkur önnur þjóð. 

Í jafn harðbýlu landi og Íslandi tók langan tíma að jafna sig eftir slíkt áfall, enda var loftslagið í landinu hluti af löngu kólnunartímabili.  

Þegar leið á öldina sáu menn í danska stjórnkerfinu undir stjórn konunga, sem töldust vera í hópi menntaðra einvalda, velviljaðir Íslendingum, að eitthvað mikið var að í landinu. 

Mannfjöldinn hafði verið um 50 þúsund við aldamótin 1700 og komast ekki upp fyrir þá tölu fyrr en 1830!

Á 18. öldinni fjölgaði Norðmönnum mikið á meðan mannfjöldinn á Íslandi hélt áfram að hanga á horriminni, um eða neðan við 50 þúsundin.  

Upp úr miðri öld á tímum Skúla landfógeta voru hafðar uppi máttlitlar tilraunir til að gróðursetja vaxtarsprota í formi Innréttinganna í Reykjavík og gerð fyrstu steinhúsanna. 

Og á stuttum valdatíma Sruense í konungstíð Kristjáns 7, sem taldist í hópi svonefndra menntaðra einvalda, var sett á fót svonefnd Landsnefnd undir forystu Norðmanns, til þess að kynna sér ástandið á Íslandi og setja fram tillögur til úrbóta á grundvelli tíu atriða í skipunarbréfi. 

Íslendingum sjálfum var gefinn kostur á að koma fram með tillögur frá einstaklingum, en nánast engar breytingar urðu þegar búið var að taka Struense af lífi og snúa til baka. 

Þegar síðan Móðuharðindin dundu yfir hafði Íslendingum ekkert fjölgað í 80 ár og voru eins illa undir þau ósköp búnir og hugsast gat. 

Þessar staðreyndir frá 18. öldinni, sem er lang ömurlegasta öld Íslandssögunnar, eru að vísu ekki vitund sambærileg við okkar tíma hvað snertir efnahagsleg kjör, en sýna þó vissa samsvörun í því, að faraldurinn nú getur átt eftir að fylgja okkur í lengri tíma en við höfum haldið.    


mbl.is „Faraldurinn mun fylgja okkur í langan tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband