Alræðisríkið sýndi klærnar.

Í alræðisríki er ýmislegt mögulegt, sem ekki gengur upp í góðu lýðræðisríki. Það kom glögglega í ljós í Kína við upphaf farsóttar þar og hefur komið enn betur í ljós í Norður-Kóreu. 

Li Zehua hlaut heimsfrægð fyrir að streyma myndum í gegnum farsíma sinn af niðurbrotnu kerfi, sem birtist í röðum af sjúkrabílum, líkbílum, grímuklæddu örvæntingarfullu heilbrigðisstarfsfólki og öðru því sem fylgir drepsótt af skæðustu gerð, þar sem allt hefur farið úr böndunum. 

Á samfélagsmiðlum hafa sumir haldið því stíft fram að alþjóðavæðing og alþjóða samvinna hafi átt sök á COVID-19 faraldrinum. 

Í því sambandi má benda á að frjáls og almenn notkkun snjallsíma og annarra byltingarkenndra samskipta- og fjarskiptatækja á borð við netið er hluti af þeirri alþjóðavæðingu sem einkennir okkar tíma.  

Það var sú alþjóðavæðing sem varð til þess, að Kínverjar neyddust til að snúa við blaðinu í þessu máli málanna um þessar mundir. 

 


mbl.is „Týndur“ kínverskur blaðamaður birtist á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband