Að mæta móðum göngumanni á hægri göngu í eins metra fjarlægð? Nei, er það?

Það er úðinn úr munni fólks, sem ber smit á milli þess. Tveggja metra mannhelgin er miðuð við kyrrstöðu tveggja persóna andstæðis hvort öðru með eðlilega kyrrstöðuútöndun. 

En úðinn getur borist á ýmsa vegu. Fjarlægð getur oft verið minni þegar fólk mætist á göngu og  þá getur fjarlægðin á milli þess verið mannhelgisbrot, þótt það sé bara augnablik, sem úðarnir frá því mætast. 

Ef hliðarvindur er á gönguleið, berst úðinn aðeins með vindinum aðra leiðina á milli þeirra en ekki hina. 

Síðan fer það sjálfsagt eftir magni úðalofts, hve mikil smithættan er. Líklega er smithættan meiri ef móður göngumaður gengur rólega framhjá öðrum, heldur en ef hlaupari hleypur hratt fram hjá. 

Og í þröngum gangi getur kannski skort á möguleika til að minnka fjarlægðarmuninn. 

Þá er það bara eftir að halda niðri í sér andanum á meðan fjarlægðin er of lítil.  


mbl.is Kvartanahrina vegna hlaupara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru meiri líkur á að þú deyir úr hræðslu Ómar, en að þú hrökkvir uppaf af flensunni. Það eru kannski 6-1200 manns að bera smit núna. Hverjar eru líkurnar á að þú rekist á einhvern þeirra? Og ef það gerist, hverjar eru þá líkurnar á að það verði þér að aldurtila.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.4.2020 kl. 19:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hverjar voru líkurnar á því 2. janúar í fyrra, að á leið eftir hjólastígnum yfir Geirsnef í ágætis veðri kæmi á móti mér eini hjólreiðamaðurinn, sem var á ferð á margra kílómetra kafla, og sveigði allt í einu þvert fyrir mig, nákvæmlega á því augnabliki þegar við mættumst, svo að við skullum saman þótt ég reyndi að forðast hann með því sveigja frá honum?  

Við vorum innan við hámarkshraða, á ca 20 km / klst en endinn á stýri hans kræktist í endann á stýrinu á mínu hjóli, svo að það kollsteyptist með þeim afleiðingum að ég axlarbrotnaði. 

Ómar Ragnarsson, 25.4.2020 kl. 22:33

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hugsa að líkurnar á því hafi ekki verið miklar Ómar. Kannski ert þú bara einkar seinheppinn náungi?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.4.2020 kl. 23:52

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er í báðar áttir. Þegar litið er yfir æviferilinn hef á í önnur skipti lömgu fyrr á tíð verið svo ótrúlega heppinn, að það er fáránlegt. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2020 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband