Forsendubresturinn frægi.

"Fors majeure" hugtakið ætti að vera Íslendingum hugleikið í landi, þar sem óviðráðanleg og óblíð náttúruöfl af ýmsu tagi geta sett heldur betur strik í reikninginn. 

Oft er um að ræða erfið matsatriði og má sem dæmi nefna það þegar hryðjuverk í flugstöðinni á Brusselflugvelli olli því að völlurinn var lokaður í tíu daga og ekkert hægt að nota hann til flugs. 

Í þrefi við flugfélagið urðum við hjónin innlyksa í Brussel í viku, og fenguð þó þá úrlausn að mega nota farmiðann í flugi heim frá einhverjum öðrum flugvelli í Evrópu, sem flugfélagið flaug til. 

En því var harðneitað að greiða ferðakostnað frá Brussel til þess flugvallar, og því síður að greiða gisti- og matar kostnað þessa daga í Brussel og á leiðinni þaðan til Amsterdam. 

Frekar en að fara út í málaferli til að fá þessu mati flugfélagsins hnekkt varð að una þessum málalokum, sem byggðust á þeirri skoðun flugfélagsins að um "fors majeure" hefði verið að ræða hjá því, sem það gæti ekki borið ábyrgð á. 

Á þessum árum var þrefað um svonefndan "forsendubrest" hér heima varðandi það fólk, sem hafði tekið lán vegna húsnæðiskaupa í aðdraganda Hrunsins og tapað stórum fjárhæðum af völdum þess. 

Niðurstaðan voru aðgerðir byggðar á "forsendubresti" sem námu samtala um 80 milljarða króna tilfærslu fjár. 

Þegar leigjendur húsnæðis báru fyrir sig forsendubresti, sem hefði valdið þeim stórtjóni í hækkun húsaleigu af völdum Hrunsins var þeirri ósk hins vegar hafnað. 

Og við það sat.  


mbl.is Hóteleigendur kanna vígstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú kaupir vörur fylgja vissar tryggingar. Sumar þér í hag og aðrar seljendum. Viðskipti þín verða seint áhættulaus og viðskipti annarra við þig verða seint áhættulaus.

Hvernig fyrirtæki taka á því þegar þú hefur ekki tryggt þig fyrir því tjóni sem þú verður fyrir, og fyrirtækið ber enga ábyrgð á, er undir fyrirtækjunum komið.

Og hverju ríkið tekur upp á er pólitísk ákvörðun og kemur rétti til bóta ekkert við. Forsendubresturinn víðfrægi var bara orð sem ekki veitti neinn lagalegan rétt til bóta.

Forsendubresturinn var það kallað þegar lántakendur töldu það óvænt að lenda í stöðu sem oft hafði komið upp áður í þjóðfélaginu og var ástæða lánakjaranna sem þeir undirgengust. Vísitölubindingin var ekki til komin vegna þess að krónan væri stöðugur gjaldmiðill sem ekki hrapaði á nokkurra ára fresti.

Vagn (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband