Viðbrögðin við "kaldhæðninni" líka kaldhæðnisleg. Hvað með segularmböndin?

Ef ummæli Trumps um malaríulyf með "terrific" lækningarmátt og notkun þess, sótthreinsivökva og annarra galdrameðala hafa að hans sögn verið sögð sem kaldhæðni, eru áhrif þessara ummæla það ekki síður. 

Þau felast í slíkri sölusprengingu á malaríulyfinu, að fádæmi teljast, og ekki minnkar kaldhæðnin við það að sumir, sem þurfa nauðsynlega að nota þau á viðurkenndan hátt við ákveðnum kvillum, fá ekki lengur sín nauðsynlegu lyf. 

Allt þetta mál minnir á ákveðið æði, sem gekk hér á landi í kringum 1964 og fólst í svokölluðum segularmböndum, sem áttu að hafa einstæðan lækningamátt og seldust eins og heitar lummur. 

Í tilefni af því voru settar inn í texta lagsins Limbó-rokk-tvist eftirfarandi línur um notagildi þessa þessa fyrirbrigðis: 

 

"...Það eflir hreysti um allt land

    og hefur einkum lækningamátt, 

    sé það dansað með segularmband

    í segulnorðurátt!..."  

 

Þessi kaldhæðni 1964 hafði engin áhrif eða afleiðingar, en öðru máli gefnir um kaldhæðni Trumps, sem setur allt á annan endann. 

En svona er nú munurinn á því að vera mesta ofurmenni í forsetasögu Bandaríkjanna eða bara ótíndur strákbjáni norður á útskeri við heimskautsbaug. 

 

 

 


mbl.is Ummæli um sótthreinsivökva voru kaldhæðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ef grannt er hlustað á þessa upptöku
þá er það blaðamaður sem leggur Trump ummælin
um sótthreinsivökvann í munn; þau eru hans eigin spuni.

Svarið um kaldhæðni getur átt við eftir sem áður
enda helsta vopn þess meistara er greinir frá
í Nýja testamentinu gegn faríseum og fræðimönnum;
brennuvörgum og tittlinganámum! (E. Kárason, Djöflaeyjan)

Ha? Finnst þér þetta ekki nokkuð gott? Ha? Er það´eggji?

Húsari. (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 04:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Trump sagði þetta aldrei, af hverju er hann þá að segja að þetta hafi verið kaldhæðni hjá sér?

Ómar Ragnarsson, 28.4.2020 kl. 12:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og hvernig var farið að því að falsa myndskeiðið af þessu?

Ómar Ragnarsson, 28.4.2020 kl. 12:33

4 Smámynd: Mofi

Malaríulyfið er notað um allan heim með betri árangri en flest annað, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=RexUJeWmzSE

É
g get ekki neitað því að ég er ekki sammála Trump að um hafi verið kaldhæðni en þegar ég horfi á þetta samtal þá var þarna sérfræðingur að fjalla um rannsóknir og Trump spyr spurningu sem er mjög eðlileg. Hérna er fjallað um þetta ýtarlegra: https://www.dailywire.com/news/fact-check-no-trump-did-not-tell-people-to-inject-themselves-with-disinfectant-or-drink-bleach

Mér finnst fjölmiðlar í dag, vra að gera fólk að fíflum og því miður, aftur og aftur þegar kemst upp að þeir voru að ljúga eða bulla, þá heldur fólk samt áfram að hlusta á þá. Sorglegur heimur sem við búum í.

Mofi, 28.4.2020 kl. 16:04

5 identicon

Sæll Ómar.

Mofi sér á spilin og það sem hylur
sig bak við tjöldin.

Þessir menn eru einfaldlega útfarnir í sínum blekkingum
og vanir því að komast upp með það.

Engin fölsun er hér að baki, flestum eru tiltæk öll þau tól sem
þarf til að menn komist ekki upp með slíkt; einkanotendur langflestir
búa yfir slíkum búnaði enda harla ómerkilegur en gerir sitt gagn.

Óhætt að taka undir með Mofa, hann er á tíðum undarlegur þessi heimur
en nokkurn veginn fullorðið fólk ætti ekki að láta sér koma það á óvart.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 18:06

6 identicon

Fjallað er um “rannsóknina” sem sýndi að hydroxychloroquin (plaquenil) gerði ekki gagn og væri jafnvel skaðlegt.  

Nú er búið að rýna í ruglið og þá segja þeir að þetta hafi ekki verið klínisk rannsókn, heldur “observational study”

Skandall

https://principia-scientific.org/top-microbiologist-slams-fake-va-hydroxychloroquine-study/

Elló (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 19:48

7 identicon

Svona fór bjébjésje að því að klippa og falsa myndskeiðið:

https://www.youtube.com/watch?v=aFXdWWiF0oU

Elló (IP-tala skráð) 29.4.2020 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband