Eitt rafknúið farartæki: Tíu þúsund lítrum af olíu safnað á hverjum áratug.

Það er hægt að skoða ýmis atriði frá tveimur áttum. Dæmi um það er þegar eldsneytisknúið farartæki er lagt til hliðar og farartæki knúið rafmagni tekið til sömu nota í staðinn. Náttfari, Léttir og RAF

Segjum að þetta sé meðalstórt farartæki, bíll knúinn bensíni eða oliú og hefur eytt um átta lítrum af bensíni eða olíu á hverja hundrað ekna kílómetra, en það telst vera aðeins fyrir neðan meðallag í bílaflotanum. 

Og eknir eru 12500 kílómetrar á ári á þessum eina bíl Þá minnkar eldsneytisnotkunin samtals um 8 x 125 lítra á ári, en það eru 1000 lítrar á ári. 

Þúsund lítrar af olíu á ári eru óhreyfðir, eða tíu þúsund lítrar á áratug. 

Hvað verður um þessa þúsund lítra? Jú, eru geymdir í stað þess að þeim sé brennt. Tazzari í einkastæði

Verður hluti af bókstaflegum olíusjóði, olíu sem kynslóðir framtíðarinnar fá til varðveislu; eða brennslu ef sú yrði ákvörðunin einhvern tíma í framtíðinni. Varaafl, ef í harðbakkann slægi. 

Þetta atriði hafur þann kost fram yfir það atriði að spornað sé gegn loftslagsbreytingum, að vantrúarmenn geta stofnað til deilna um þær, en engan veginn til deilna um eðli þess að spara eldsneyti og geyma það í stað þess að sóa óendurnýjanlegri orku. 

Í stað bruðls með óendurnýjan orkugjafa verði til dæmis stefnt að því á heimsvísu að geyma helminginn af þeim forða hans á jörðinni, sem hægt væri að nýta, eins og nokkurs konar varasjóð eða neyðarsjóð fyrir ófæddar kynslóðir.Nissan Leaf 

Það má líka líta á bensínknúið léttbifhjól á líkan hátt, svo sem hjól með 125 cc hreyfli, sem eyðir aðeins um 2,2 lítrum á hundraðið. (Raunveruleg eyðsla síðuhafa í fjögur ár, miðað við íslenskar aðstæður) 

Það sparar tæppa sex lítra á hundraðið í ofangreindum útreikningi eða rúmlega 700 lítra á ári. 

Meðalfjöldi um borð í farartækjum í borgum er rúmlega einn maður, 1,1 til 1,2.

Hvert hjól getur tekið tvo.

Sparnaðurinn í rými hvað hjól og örbíla sést vel á myndunum með þessum pistli.  Léttir og Náttfari við útidyr.

Náttfari við Engimýri


mbl.is Olían er geymd í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessir tíu þúsund lítrar af olíu nýtast ágætlega í að framleiða rafhlöður í þennan bíl.  Nú, og til þess að búa til orku til þess að knýja hann áfram.

Svo maður hugsi þetta nú alla leið.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.5.2020 kl. 11:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er hugsað alla leið með óyggjandi samanburði.  Það þarf enga 10 þúsund lítra af olíu til að búa til rafhlöðurnar í þennan litla bíl, sem eru fimm sinnum minni en á Nissan Leaf.

Og þaðan af síður þarf neina eldsneytisorku til þess að búa til orku hér á landi til að knýja hann áfram. 

Hann tekur rafmagnið, innlenda orku vatnsafls og gufuafls fyrir allan sinn akstur frá venjuleguri heimilisinnstungu inni í kjallaranum og eyðir um 50 kílóvattstundum á mánuði, sem samsvarar orku handa einni 200 watta ljósaperu.  

Hvað þá rafmagnshjólið, sem eyðir tíu sinnum minna rafmagni en Tazzari rafbíllinn.

Ætla að setja inn mynd af þessu hjóli við Engimýri í Öxnadal. 

Ég fór á svipuðu hjóli, án fótstigs, frá Akureyri til Reykjavíkur í ágúst 2015 430 km leið fyrir Hvalfjörð á einum sólarhring og 18 stundum og eyddi alls íslenskri orku fyrir 115 krónur. Var 25 stundir á ferðinni en hvíldist á meðan hjólið var hlaðið með venjulegu heimilisrafmagni í alls 17 stundir. 

Hvað léttbifhjólið snertir, er það með nákvæmlega sömu orkunotkunarfyrirkomulagi og bensínknúinn bíll, en eyðir þrisvar til fjórum sinnum minna. Það er tíu sinnum léttara en meðal einkabíll og tíu sinnum ódýrara en er alltaf fljótari í förum en bíll. 

Ég fór á því til Akureyrar í ágúst 2016 fyrir 1900 krónur í bensínkostnað, og kláraði hringinn á rúmlega sólarhring fyrir 6400 krónur í bensínkostnað. 

Fór síðan á því árið eftir báða hringina í rykk, Vestfjarðahringinn í beinu framhaldi af hinum hringnum, alls 2000 kílómetra með allar græjur til hljómleikahalds á þremur tónleikum og samskipta á bloggi og facebook á fjórum dögum.  

Ómar Ragnarsson, 3.5.2020 kl. 13:55

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

***Þetta er hugsað alla leið með óyggjandi samanburði.  Það þarf enga 10 þúsund lítra af olíu til að búa til rafhlöðurnar í þennan litla bíl, sem eru fimm sinnum minni en á Nissan Leaf.

Pedantískt aukaatriði,, en því þú minntist á það:

Nissan Leaf (léttasta týpa): 1560 kg.

5X léttari... þýðir hvað?  1/5 af heildarþyngd?  Semsagt: 312 kg.  Eh... nei.

Það er samt auka-atriði, því rafhlaðan er sennilega ekkert of ólík.

Málið er að verð farartækisisn á götun a er nokkuð vel speglað af kostnaðinum við líuna sem var notuð í að framleiða það.

Ef bíllinn kostaði X, þá eru meiri en minni líkur á að það hafi þurft X-Z mikla olíu til að framleiða hann. (Þar sem Z er kostnaður við mannskap og gjöld í framaleiðzlulandinu.)

Nú er það svo að við erum að borga fyrir rafbíla hér á landi meira en fyrir sambærilega bensín/díselknúna bíla, sem eru skattlagðir til tunglsins.

Sambærilegur Nissan með venjulegum brunahreyfli myndi kosta í hinu stóra útlandi ca. 1.500.000, jafnvel uppí 2 millur, ef þú vilt hafa sjálfskiftingu.  Þú getur flett því upp.  held að sú týpa heiti Pulsar.

Þar hefur þú olíukostnaðinn, svona nokkurnvegin.

Námukostnaður, flutningskotnaður etc...  

"Og þaðan af síður þarf neina eldsneytisorku til þess að búa til orku hér á landi til að knýja hann áfram." 

Ekki hér á landi, nema að nafninu til.

En það vill svo skemmtilega til að allur heimurinn er ekki hér á landi.

Heimurinn þarf í raun meiri kjarnorku, til að þessar skýjaborgir gangi upp, þó ekki væri nema að litlu leiti.

Ætla að setja inn mynd af þessu hjóli við Engimýri í Öxnadal. 

Það er óþarfi mín vegna.

Ég fór á svipuðu hjóli, án fótstigs, frá Akureyri til Reykjavíkur í ágúst 2015 430 km leið fyrir Hvalfjörð á einum sólarhring og 18 stundum og eyddi alls íslenskri orku fyrir 115 krónur. Var 25 stundir á ferðinni en hvíldist á meðan hjólið var hlaðið með venjulegu heimilisrafmagni í alls 17 stundir. 

Ég efast ekki um að það hefur verið skemmtilegt.  Ég hinsvegar nenni því ekki.  Það er eitthvað bjagað við það að vera meira en sólarhring á leiðinni til AEY, þegar hægt er að komast þangað á 5 tímum.  Sumir goðsagnakenndir menn hafa nefnt 4 tíma, það var fyrir göng.  Það er góð frammistaða.

Hvað léttbifhjólið snertir, er það með nákvæmlega sömu orkunotkunarfyrirkomulagi og bensínknúinn bíll, en eyðir þrisvar til fjórum sinnum minna.

Flestir sem ég þekki sem eru í vélhjólabransanum hafa gaman af hjólunum fyrir það sem þau eru, en eru ekki að væflast um á þeim allra sinna ferða.

Ef menn vilja nördast með þessi vélhjól er það í lagi mín vegna.

Ég hinsvegra legg ekki í slíkar sjálfspyntingar, finnst þær ekki skemmtilegar.

Það er tíu sinnum léttara en meðal einkabíll og tíu sinnum ódýrara en er alltaf fljótari í förum en bíll. 

Þetta var næstum því heillandi concept á árum áður, en vélhjólin voru alltaf miklu dýrari í rekstri.  Tryggingar sko...  Svo þarf líka að galla sig upp.

Hef ekki nennt að setja mig inn í það síðan.  Líður svo vel þar sem rignir ekki á mig.

Farartæki eru verkfæri, það þarf að hugsa um þau sem slík.  Það má þannig lykja rabfíl við skrúfjárn, bensínbíl við hamar, og mótorhjóli við naglabyssu.

Þetta hefur í grunninn sama tilgang, en maður þarf að velja réttu græjuna eftir því hvað hentar.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.5.2020 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband