Stór veikleiki kínverska ríkisins kom í ljós.

Víetnamstríðið var fyrsta stóra styrjöldin þar sem fréttaflutningur fjölmiðla gaf til kynna grimmd og vitfirringu stríðsins.  

Síðan þá hefur orðið bylting í miðlun á samfélagsmiðlum, einkum í formi notkunar snjallsíma. 

Alræðisstjórn kommúnista í Peking hélt að hægt væri að beita svipuðum kúgunaraðferðum og alræðið hafði boðið upp á fram að því og fært henni möguleika á að fá þjóðina með harðri hendi til að marséra í takt í átt til umbyltingar í efnahagsmálum.

En hún gleymdi hinni hliðinni á peningnum, hinu nýja gildi netsamskipta og snjallsíma. 

Myndskeið snjallsíma einstaklinga, sem lekið var á netið, sýndu allri heimsbyggðinni samstundis hryllinginn, skelfinguna og örvæntinguna í Wuhan á sama tíma og kínversk yfirvöld reyndu að beita fyrri kúgunaraðgerðum með handtökum á læknum og myndatökumönnum alþýðunnar, sem sumir hverjir hafa ekki enn fundist á lífi. 

En þrátt fyrir að þetta liggi fyrir er munur á því sem fyrir liggur í þessu efni og rannsóknir hafa staðfest og því, að saka Kínverja um að hafa vísvitandi fundið þessa veiru upp til þess að dreifa henni sem mest um alla heimsbyggðina. 

Um það gildir hið fornkveðna: "Hver hagnast?" Rómverjar: "Qui bono?" Bandaríkjamenn: "Follow the money." 

Uppgangur kínverska hagkerfisins hefur byggst á dæmalausum hagvexti vegna framleiðslu fyrir margfaldaðan markað alþjóðavæðingarinnar. Meðal annars með sprengingu í umfangi netverslunar. 

Það blasir við að fáar þjóðir muni fara eins illa út úr COVID-19 faraldrinum og Kínverjar. 

Ástæðan er einföld: Faraldurinn drepur niður alþjóða viðskipti og framleiðslu fyrir alþjóðlegan markað. 

Þótt netverslun fari fram á methraða, á við gerðan kaupsamning eftir að flytja vöruna um hnöttinn þveran. 

Lítið dæmi er þriggja mánaða bið eftir rafhjólum frá Kína, en Kínverjar hafa haft yfirburði í slíkri framleiðslu eins og á mörgum öðrðum tæknivæddum sviðum. 

Ásakanir Donalds Trump um að Kínverjar hafi búið veiruna til og unnið að útbreiðslu hennar til að koma í veg fyrir endurkjör Trumps eru því barnalegar, svo ekki sé meira sagt. 

En hann virðist miða allt við sig sjálfan og þetta endurkjör og hefur með því afhjúpað veikleika sinn í fyrstu viðbrögðum hans við veirunni í febrúar og fram í mars, sem er önnur hliðin á peningi, þar sem hin hliðin er styrkleikinn sem virðist fást við að frekjast sem mest i sína eigin þágu. 

Hann virðist upptekinn við þetta eitt og skoða allt í því ljósi; að hann verði kosinn en Joe Biden ekki. 

Það er ekki álitlegt. 


mbl.is „Mjög sterkar vísbendingar“ um uppruna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki gleyma því Ómar að Kína er sjálfbært hagkerfi. Þeir geta framleitt hvað sem er og markaðurinn er risastór.

Trump miðar allt við eigið endurkjör. Verði hann ekki endurkjörinn gæti hann lent í fangelsi eins og Björn Bjarnason hefur bent á. En það eru fleiri sem gagnrýna Kína. Það er ekki bara Trump.

Ég kemst ekki hjá því að horfa á þetta í ljósi kenninga Sun Tzu - og Johns Boyd ef því er að skipta. Það efnahagshrun sem blasir við Vesturlöndum gæti nefnilega komið Kínverjum ákaflega vel. Nú hef ég að öðru jöfnu litla trú á samsæriskenningum, en þetta fellur óhugnanlega vel að hinni fornu kínversku hernaðarlist. Og það hvernig þetta kom til? Var ekki Pompeo að segja bara í dag að hann teldi mestu líkurnar á að veiran eigi uppruna á rannsóknarstofu?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2020 kl. 19:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Alli sem lesa og skilja það sem  Trump og Pompeo segja um þetta vita að þeir segja að veiran Sars Cov 2 sé líklega ekki búin til á tilraunastofu.

Guðmundur Jónsson, 3.5.2020 kl. 19:31

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir segja núna að veiran kunni að hafa komið frá rannsóknarstofu. Það er ekki það sama og að hún hafi verið búin til þar.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2020 kl. 20:17

4 Smámynd: Halldór Jónsson

George  W.Bush laug að okkur og réðist á Saddam Hussein á upplognum forsendum.Hlustum ekki á hvað þetta ómerkilega skítseiði segir ljótt um Trump.

Trump þarf auðvitað að berjast til endurkjörs og það er ekkert auðvelt mál að eiga við misvitra kjósendur . Hvað vilja þeir heyra í ryðbeltinui?

Og af hverju skyldum við trúa þvíað braskarinn Biden og strákurinn hans í Ukraínu  sé eitthvað betri en Trump? Við vitum talsvert um það hvernig hann er sá kalli. 

 En það er óþarfi að kalla hann fáráðling vegna þessa ástands.það er auðvelt að klúðra í svona stórum framboðsmálum.

Halldór Jónsson, 3.5.2020 kl. 21:01

5 identicon

Þorsteinn Siglaugsson hefur áður, og það réttilega að mínu mati, bent á að það eru skuldadrottnarnir einir, sem munu græða á þeirri stöðu sem nú er upp komin í ríkjum heimsins, rétt eins og þegar blóðug stríð eru háð. 

Einnig hefur Þorsteinn bent á þá athyglisverðu hernaðarlist, kennda við Sun Tzu, að hvern þann andstæðing megi sigra, sem er svo barnalegur að halda að gildismat allra valdherra ríkja sé hið sama.  

Vestræn ríki eru afar barnaleg að halda að svo sé.  Öll ríki eru svo einnig afar barnaleg að halda að þeir sem eru helstu lána- og skuldadrottnar stríðandi fylkinga hafi sama gildismat og óbreyttur og skuldum vafinn almúgi heimsins.

Hvernig sem þessu öllu er háttað, þá þjónar það sant óneitanlega valdherrum heimsins afar vel að rústa ríkjum heimsins og gera þau öll ánauðug og í skuldafjötrum.

Af þessum sökum ristir þessi pistill þinn Ómar, afar grunnt og er beinlínis barnalegur. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.5.2020 kl. 21:18

6 identicon

En því skal einnig haldið til haga hér, að það er gott hjá þér Ómar, að minna á og spyrja hvers hagur, Qui bono?

En þá er jafnframt gott að hafa einnig aðferð heimsvelda allra tíma í huga, hvernig gera megi ríki ánauðug með því að etja þeim saman:

Divide et impere.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.5.2020 kl. 21:35

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 Þorsteinn, Ég var að leiðrétta blogfæsluna hans ÓmarsS. Þetta er rétt farið með hjá þér.

Guðmundur Jónsson, 4.5.2020 kl. 07:37

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, akkúrat. Það er ekki bara Ómar sem ruglar þessu tvennu saman.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2020 kl. 09:22

9 identicon

Nú ber okkur öllum sem þykir vænt um lífið og fegurð þess, beinlínis skylda til að standa saman gegn illsku og vitfirringu þeirra sem kynda undir þeim djöfullega seið og þeim hélogum sem magnaður er upp af andskotum lífs okkar, og sem ætla sér af illskunni að gera okkur öll að ánauðugum þrælum.

Við horfum nú á Hringadrottinssögu í beinni.

Hver og einn verður núna að spyrja sjálfan sig, horfandi í augu fjölskyldu sinnar, vina, ættmenna, þjóðar sinnar og annarra þjóða, hvers einasta barns heimsins, hvort hann ætli að skynja vitjunartíma sinn og berjast af öllu sínu alefli gegn illsku þeirra sem vilja hneppa okkur öll í skuldaánauð og yfirtaka lönd okkar á sinn lævíslega og slóttuga hátt sem illskunni einni er tamt að beita.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2020 kl. 10:09

10 identicon

Og við skulum ekki velkjast í vafa um að það er rétt  athugað hjá Styrmi Gunnarssyni, að stríðið um yfirráð Norðurslóða er löngu hafið.

Það er heldur engin launung að ekki viljum við hér á landi enda sem Tíbet norðursins.

Okkar sögulega staða er núna, sem frá lýðveldisstofnun 17. júní 1944, að vera undir áhrifasvæði vestræns lýðræðis og þeirrar velvildar sem bandarísk stjórnvöld hafa sýnt okkur allar götur síðan þá.  Það er íslenskra stjórnvalda að virða og efla þau tengsl.  Það er hin ískalda realpolitk sem þar verður að verða ofan á.  En ekki bjánaskapur Gulla og Bjarna í daðri við Belti og braut alræðisstjórnvalda kínverska kommúnistaflokksins.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2020 kl. 15:04

11 identicon

Vil hér að lokum biðja Ómar afsökunar á fyrirferð minni hér í athugasemdum, en finn mig tilknúinn að vitna hér til viðbótar tilvitnun í Lao Tze í fjórðu hendingu kafla LXI í Bókinni um veginn:

"Stórt ríki vill sameina og vernda, lítið ríki vill þjóna og óskar aðstoðar.  Hvort um sig fær óskum sínum fullnægt, ef stóra ríkið sýnir því litla lítillæti."

Að hvoru ríkinu, Bandaríkjunum eða Kína, við eigum að halla okkur að, sem lítið vestrænt lýðræðisríki, ætti enginn með fullu viti hér á landi, að þurfa að velkjast í vafa um.  Og vísa þar til athugasemdar minnar hér að ofan.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2020 kl. 15:25

12 identicon

Sæll Ómar.

Held að þú hafir alrangt fyrir þér
um þetta efni.

Kynni það að vera reyndin til róta
að Kínverjar hafi litið það þeim augum
að fórnandi væri hverju sem er til þess eins
að ná yfirburðastöðu í viðskipum og þá sérstaklega
gagnvart þeim þjóðum sem hvað líklegastar voru til að
verða hvað harðast úti í þessum faraldri?

Útþenslustefna Kínverja á viðskiptasviði ætti að vera öllum
ljós en hún er meira en eitthvert spaugstofuföndur; hún gengur
út á það að geta styrkt herafla svo að Kínverjar verði ráðandi
afl í Asíu á næstu áratugum.

Draumastefna Kínverskra kommúnista er ekki leikur að kúskeljum
(Arctica islandica),heldur að veldi þeirra geti staðið 
a.m.k. aldur slíkrar skeljar, í 220 ár; imperialismi sem hefur
sýnt sig í gegnum söguna.

Tapist veira út eða verði til rétt si sona, kanntu annan betri!

Vitanlega eru það Kínverjar sem hagnast hvað allra mest á
núverandi ástandi, þeir hafa styrkt stöðu sína á öllum sviðum
og langum meir og betur en nokkurn hefði órað fyrir að gæti
gerst á svo stuttum tíma.
Kínverska draslið skal í ykkur!

Eftirleiðis hafa þeir þetta tak á Vesturlöndum að geta boðið
þeim upp á veirur eftir smekk og tilfinningu.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2020 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband