4.5.2020 | 13:47
Nýir möguleikar í stað þeirra sem hverfa.
Það hefur alltaf þurft hugkvæmni til að finna nýja möguleika í ferðaþjónustunni og leita uppi ný viðmið og þarfir.
Í miðjum Eyjafjallajökulsgosinu óraði fáa fyrir þvi´að einmitt heimsfrægð þess myndi skapa alveg nýjan grundvöll undir flóðbylgju ferðamanna hingað til lands.
Síðuhafi hafði fram að því unnið með erlendu sjónvarpsfólki, ljósmyndurum og þekktum útlendingum við að sýna þeim íslensk náttúruundur og aðstoða við að taka myndir af þeim, en í Eyjafjallagosinu einu varð þetta starf margfalt meira fyrir sjónvarpsstöðvar og aðra aðila frá tugum landa í öllum heimsálfum; og miklu stærra Grímsvatnagos árið eftir jók enn á þá kynningu landsins um allar álfur, sem varð grundvöllur af lengsta og mesta uppgangstímabili hér á landi.
Fjaðrárgljúfur, Reynisfjara og flugvélaflak á Sólheimasandi voru alveg óþekkt fyrirbæri fyrirbæri, fram undir 2015, þótt þetta allt hefði áður verið sýnt Íslendingum í sjónvarpi.
Það var ekki fyrr en útlendingar, einkum frægir útlendingar, mátuðu sig við þessa staði, sem þeir urðu á allra vörum.
Nú hefur Covidfaraldurinn skapað enn meira umrót en eldgosin 2010 og 2011, og enda þótt erfitt sé á fljótu bragði að sjá nýja möguleika blasa við, eru þeir alveg örugglega fyrir hendi nú sem þá.
Aðalatriðið er að virkja hugkvæmni og útsjónarsemi til þess að uppgötva þá og færa sér í nyt.
Nú eigum við urmul hótela og annarra fjárfestinga umfram það sem var hér 2010.
Jafnframt þessu þarf að endurskoða ýmislegt, samanber það sem rætt er um í grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem bent er á eignahald Icelandair á fullkomlega óþörfu hóteli ofan í miðju hjarta Reykjavíkur, Víkurkirkjugarði, á sama tíma sem þetta sama fyrirtæki er að reyna að fá ríkissstyrk til að lifa veirufaraldurinn af.
Við eigum nóg af öðrum nýjum hótelum til þess að byggja að nýju upp ferðaþjónustuna.
Halda úti bílaflotanum í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.