Geimferðir og aðrar ferðir eru tæknileg úrlausnarefni.

Allt fram að fyrstu geimferðunum voru það taldir réttnefndir geimórar að hægt væri að gera ferðir manna út í geiminn mögulegar. Þar stæðu óleysanleg verkefni í veginum. 

Síðuhafi man þá tíð upp úr 1950 að þýdd frásögn af möguleikum til slíkra ferða, sem lesin var í útvarpinu, var harðlega gagnrýnd sem "sóun á tíma vegna tómrar vitleysu. 

Utan við lofthjúp jarðar væri engin leið að halda lífi í nokkurri lifandi veru, hvað þá að koma henni þangað. 

Síðan kom Sputnik til sögunnar 1957 og Gagarín fór út í geiminn 1960. 

Að vísu skiptir fjöldi þeirra lifandi vera, sem verja þarf smiti í flugferðum jarðarbúa hundruðum milljarða, og það gerir verkefnið augljóslega ansi miklu erfiðara. 

Engu að síður er hér um að ræða tæknilegt úrlausnarefni, sem hugvit mannsins ætti að geta leyst ef allt það er virkjað út í hörgul. 

En rétt eins og það leið meira en áratugur frá fyrstu eldflaugaskotum Þjóðverja yfir til Englands þar til Sputnik fór út í geiminn, gæti það tekið einhvern tíma að leysa vandamálið með smitlaust almannaflug.  


mbl.is Verða andlitsgrímur hluti af ferðalögum framtíðarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ég deili áhuga þínum fyrir geimferðum.

Ég held einmitt að inní framtíðinni
kynni það að leynast að íbúar jarðarinnar
eigi töluvert undir allri þekkingu
mögulegri á þessu sviði.

Þó ekki heyrist nú um tíma mikið af þessum
ferðum og reyndar alls ekki fyrir þá sök
að ekkert sé að gerast á þeim vettvangi heldur
eru fjölmiðlar áhugalausir um þetta sem er
frekar dapurlegt.

Ekki minnstur vafi að geimferðir munu verða
mál málanna á komandi tíð, - öll framtíð
kann að vera undir geimferðum komin hvað varðar
mannkyn yfirleitt og alla skepnu.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2020 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband