Svíar líklega best útbúnir í byrjun; 290 látnir á hverja milljón - 29 hér á landi.

Í COVID-19 faraldrinum hefur það verið aðaláhyggjuefnið að heilbrigðiskerfi einstakra ríkja; fjöldi sjúkrarúma, vinnufærs heilbrigðisstarfsfólks, öndunarvéla og annarra innviða myndi hrynja við það álag, sem síðar kom á daginn að varð langerfiðasta viðfangsefnið. 

Það var svo sem hægt og hefur verið gert allt til þessa dags, að deila út og suður um alvarleika og smithættu og fjölda sýktra, en myndir úr almennum snjallsímum og ljósmynda- og kvikmyndatökuvélum fjölmiðlafólks, auk þúsunda vitnisburða, sýndu svo átakanlegar og hræðilegar myndir af niðurbroti kerfisins allt frá Wuhan í upphafi í gegnum Ítalíu, Spán og Bandaríkin, að hið hrikalega ástand blasti við, og einkum þar sem innviðir og mannskapur heilbrigðiskerfisins brustu. 

Svíar hafa löngum verið þekktir fyrir afburða gott heilbrigðiskerfi, og hafa því sloppið við þetta, þótt tíðni alvarlegra veikdina og dauðsfalla væri há. 

Nú síðast í bandarísku sjónvarpi í kvöld, í þætti Bill Maher, voru Svíar mærðir mikið. 

En þær tölur, sem segja mest og gefa skásta mynd, er ekki þeim í hag: 290 dánir á hverja milljón íbúa, en tíu sinnum færri hjá okkur, 29. 

Þórólfur gæti því samkvæmt því alveg eins sagt, miðað við þessar tölur, að ef við hefðum farið að eins og Svíar, væru 100 látnir hér á landi en ekki 10. Hæpið er að okkar heilbrigðiskerfi hefði staðist svo heiftarlega árás vágestsins.  

Í kvöld heyrðust í útvarpi ömurlegar frásagnir af því hve illa flestir hefðu farið út úr því að bjargast í öndunarvélum á Reykjalundi. Hefði verið betra ef þeir hefðu verið tíu sinnum fleiri? 


mbl.is 70 hefðu látist með „sænsku leiðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er hræddur um að við eigum bara eftir að taka þetta út Ómar. Nema veira hverfi bara einhvern veginn eða við höldum landinu lokuðu þangað til búið er að bólusetja hér alla. En ég óttast að þá verði lokunin líklega búin að valda miklu fleiri dauðsföllum hvort sem er.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.5.2020 kl. 11:33

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má ekki bólusetja (með veirunni sjálfri) nema menn viti hverjar afleiðingarnar verða.

Kolbrún Hilmars, 8.5.2020 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband