Áhrifasvæðum Covidkreppunnar fjölgar jafnt og þétt; og þau stækka.

Það varð auðvitað strax ljóst í upphafi, að fá lönd myndu verða þegar í stað fyrir eins miklu skelli vegna COVID-19 faraldursins og Ísland, sem er eyja langt úti í höfum og hefur á fáum árum komist í það að byggja stærsta og gjöfulasta atvinnuveg sinn á flugi. 

Þetta stóra áfall hefur þegar skollið yfir, og nú telst það bjartsýni að vonast til að ástandið jafni sig eftir eitt ár. 

Fram að þessu hefur það verið von manna að sjávarútvegurinn myndi sleppa margfalt betur, en nú er að byrja að koma í ljós, að erlendis neyta keppinautar okkar um markaði allra bragða til þess ryðja "óæskilegum erlendum" samkeppnisaðilum frá, og gildir þá einu, að fjórfrelsi ESB gildir bæði um opinn frjálsan markað ásamt frjálsu flæði vinnuafls og fjármagns. 

Rétt eins og í upphafi kreppunnar miklu 1930 er það freisting að hverfa aftur á fullum þunga til helstu atriða búauðgisstefnunnar hér á öldum áður með því að girða heimaframleiðsluna af með verndartollum, innflutningshömlum og beinni stýringu og áróðri fyrir þvi að kaupa ekkert erlent, heldur aðeins innlent. 

Hér heima hefur mátt sjá þær raddir, að það eigi slaka á veiðihömlum og kvótareglum og auka aflann, en þá gleymist, að eftirspurn á erlendum minnkar og það að það muni það leiða til offramleiðslu og birgðasöfnunar, sem getur valdið stórfelldu verðfalli. 

Er dæmalaust verðfall á olíu gott dæmi um slík. Kristallaðist í því ótrúlega ástandi, að framleiðendur borguðu kaupendum fyrir að "kaupa" olíuna á neikvæðu verði!

Það verður að nægu að hyggja fyrir hagfræðinga og stjórnmálamenn að kafa ofan í hinar stórbrotnu hræringar í efnahagsmálum heimsins. 

Of sum viðfangsefnin eru þess eðlis, að lausn þeirra með nýjum viðbrögðum, nýsköpun og frumkvæði við að finna og nýta alveg nýja möguleik getur verið heillandi og notadrjúgt fyrirbæri.  

Enn á ný má sjá glytta í gömlu deilurnar milli hægri og vinstri sinnaðra hagfræðinga og stjórnmálamanna, samanber skrif um það að Harding og Edgar Hoover Bandaríkjaforsetar, sem mestu réðu á árunum 1922-32 hafi ekki verið með lélegustu forsetum BNA, heldur þvert á móti meðal þeirra bestu. 

Einkum hæla þeir sem eru á hægri línunni Harding fyrir það að hafa lækkað skatta um helming, úr 6,5 prósentum niður í rúmlega 3 prósent, og þá einkum með skattalækkunum til hinna efnamestu.   

Roosevelt hafi hins vegar gert hinn mesta óskunda með útþenslu ríkisbáknsins og aðgerðum þess sem stóran hluta af sinni "New Deal" stefnu. 

Og enda þótt vinstri hagfræðingar andmæli þessu kröftuglega og þrátt fyrir að samsetning hagkerfa heims og heimsviðskipti séu allt önnur nú en fyrir 90 árum, eru uppi hinar eilífu deilur um viðbrögð við heimskreppunni sem er hafin og á eftir að berast út í flesta afkima þjóðfélagsins. 


mbl.is Frakkar sagðir sniðganga íslenskar sjávarafurðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil lækkun olíuverðs þýðir einfaldlega að margfalt ódýrara verður að sækja þann gula sem nóg er af,við höfum jú geymt hann í ca.34ár.Krónan okkar hefur hríðfallið gagnvart öllum gjaldmiðlum,sennilega um 20%,þú veist hvað það þýðir fyrir allan okkar útflutning.Þannig að útgerð og sjómenn höndla lækkun á fiskverði.Birgðasöfnun er og var algengt bæði á fiski og kjöti,góðir frystiklefar eða vel pækklaður saltfiskur í stöflum geymist vikum og mánuðum saman,svo opnast markaðurinn,sem hann gerir alltaf að lokum.Þetta hefur allt gerst áður.Þessi rök að auka ekki fiskveiðar til að afla gjaldeyri og aukna atvinnu á þessum erfiðu tímum,halda ekki hjá þér Ómar.

Björn. (IP-tala skráð) 9.5.2020 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband