Allar Norðurlandaþjóðirnar lærðu dýrkeypta lexíu.

Sólarlag 8.maí 2020

Í fréttaskýringu í DV í dag kemur fram að Frakkar sæmdu Hermann Jónasson, heiðursorðu fyrir það að hafa sem forsætisráðherra 1939 neitað Þjóðverjum um að reisa flugbækistöðvar hér á landi.

Viðeigandi að setja inn mynd af sólarlagi kvöldsins við flóann þegar minnst er upphaf friðar í Evrópu fyrir 75 árum, sem hefur að mestu leyti enst síðan. 

Höfnun Íslendinga á beiðni Hitlers vakti athygli víða um heim, því að einmitt á þessum tíma skulfu allir í hnjánum þegar Hitler heimtaði eitthvað, og þetta vor lagði hann alla Tékkóslóvakíu undir sig og Mussolini lagði Albaníu undir sig, báðir, án þess að skoti væri hleypt af. 

En það var auðvitað eins og að henda kjötbitum í úlfskjafta og Heimmstyrjöld var skollin á 1. september. 

Það var ekki síður að þakka Agnari Koefoed-Hansen þáverandi flugmálaráðunauti íslensku ríkisstjórnarinnar að hún neitaði Þjóðverjum um aðstöðu. 

Agnar var eini Íslendingurinn á þessum tíma sem vissi allt um evrópsk flugmál eftir að hafa flogið fyrir Lufthansa og í Noregi og orðið kunnugur öllum hnútum hjá Þjóðverjum, Dönum og Norðmönnum.  

Hann gerði Hermanni grein fyrir því að á örfáum árum væri herflugvélafloti stórveldanna að ganga í gegnum hröðustu framfarir á því sviði síðustu tuttugu ár, og að riði á lífi Íslendinga að nýta sér það, að engir flugvellir væru í landinu, og halda flugi hervelda algerlega frá Íslandsströndum.  

Vísasti vegurinn til að dragast strax inn í stríðið væri að lúta fyrir kröfum Hitlers eða neinna annarra. Annars myndi varða barist úm landið strax í upphafi stríðs.  

Agnar var þarna á undan sinni samtíð, því að Norðurlandaþjóðirnar allar stóðu í þeirri trú, að þær myndu geta haldið hlutleysi sínu í styrjöldinni.  

Það var argasta óraunsæi og blekking, sem sést á því að Þjóðverjar réðust á Noreg og Danmörku 9. apríl 1940, Bretar hernámu Ísland 10. maí og Rússar réðust á Finna í desember. 

Svíar sluppu að vísu við beint hernám en voru innikróaðir af Þjóðverjum og bandamönnum þeirra eftir innrás Hitlers í Sovétríkin 22. júní 1940, og urðu til dæmis að neyðast til að leyfa Þjóðverjum að nota járnbraut sína til að flytja herafla frá Noregi yfir til Finnlands og austurvígstöðvanna í Rússlandi. 

Svíar voru aðkrepptir og bjuggu við kröpp kjör á stríðsárunum. Eina þjóðin sem græddi efnahagslega á stríðinu vorum við Íslendingar, en á móti kom missir um 200 manns á hafinu, sem var mikil blóðtaka. 


mbl.is 75 ár síðan nasistar lyftu járnhælnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband