Margir óvissuþættir skapa óvissu, svo sem "sænska leiðin."

Þótt dánartölur séu skásta leiðin til að meta ástandið í COVID-19 faraldrinum og bera saman mismunandi lönd og landsvæði, er hún hvergi nærri nógu áreiðanleg.

Í pistli hér á síðunni fyrir um viku var giskað á að þrátt fyrir hátt dánarhlutfall hafi Svíum tekist að komast hjá öngþveiti og örvæntingu vegna þess hve heilbrigðiskerfi þeirra væri vel stætt. 

Nánari athugun á þessu síðustu daga virðist hins vegar ekki styðja þessa ályktun. 

Í fyrsta lagi bendir ýmislegt til að Svíar hafi vantalið stórlega þá, sem hafa dáið úr veirunni, og þá helst vegna þess að þar sem dánartíðnin hefur verið hæst og erill heilbrigðisstarfsfólks mestur, hafi ellimóðum sjúklingar, svo sem á hjúkrunarheimilum, verið víða vanræktir stórlega, og ekki fengið þá hjálp eða aðstoð sem þeir þurftu. 

Og brögð hafi verið að því að vantelja bæði smitaða og veika og taka ekki sýni, þannig að niðurstaðan af samanlagðri vanrækslu hefur oft orðið einföld þegar slík hefur verið raunin: 

"Fékk lungnabólgu og dó."  Sem er ein algengasta frásögnin af dauða gamals fólks. 

Ofan á þetta bætist hve hin skakka tala er samt há, 320 á hverja milljón íbúa, eða tíu sinnum fleiri en hér á landi. 

Sé raunin þessi er dapurlegt að það land, sem oft hefur verið tekið til fyrirmyndar um traust velferðarríki, skuli vera á slíkri niðurleið; eins og víða um lönd búið að draga seglin saman og minnka birgðir til þess að spara í ríkisrekstrinum. 

Í Belgíu er dánartalan með þeim langhæstu, 780 á hverja milljón íbúa, eða um 25 sinnum hærri en hér á landi, en samkvæmt nánari athugun virðist það að miklu leyti stafa af því, að í Belgíu er tala látinna úr COVID-19 jafnvel lægri en skráð tala, vegna þess að við mat á dánarorsök er vafi túlkaður á þá lund að COVID-19 sé dánarorsökin. 

Óvissuþættirnir eru líka óvenju margir vegna þess hve misjafnlega og oft óútreiknanlega veiran hegðar sér, sumir fái hana jafnvvel án þess að vita af því, en aðrir verði skyndilega fárveikir og komir í lífshættu fyrr en varir sem getur endað með dauða. 

Dæmin um hratt og magnað smit eru líka sláandi, svo sem það þegar einn maður setti afléttingu á börum og veitingahúsum í Seoul í Suður-Kóreu á hvolf með því að valda smiti hjá meira en hundrað manns. Þar með varð að loka þessum stöðum á ný. 

Og svipað stórfellt hraðsmit gerðist í líka í einn sænskri afmælisveislu. 

Þetta sýnir hvernig lítið má útaf bregða þegar byrjað er að aflétta hömlum til þess að koma i veg fyrir að, að stöðvun atvinnulífsins geti orðið dýrkeyptari en faraldurinn sjálfur. 

Enn sem komið er hefur stjórn þessara mála gengið afar vel hér á landi, og er vonandi að hægt verði hitta á skástu lausnina, jafnvel þótt önnur eða þriðja bylgja ríði yfir.  


mbl.is Önnur bylgja gæti verið hafin í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband