20.5.2020 | 17:59
Venjuleg "smáflensa"; "svokallað hrun"?
Það er tvennt ólíkt að skiptar skoðanir séu um viðbrögð við heimsfaraldri eða að þessi heimsfaraldur sé það alls ekki heldur bara svona venjuleg "smáflensa."
Forseti Brasilíu er einn þeirra, sem kallar COVID-19 "smáflensu."
Þegar kínverskir snjallsímar sýndu ljóslega örvæntingaröngþveitið í Wuhan í upphafi faraldurs og svipað blasti við nokkrum vikum síðar á tímabili í New York; heilbrigðiststarfsfólk með grímur hlaupandi með fárveika sjóklinga á börum og vögnum, yfirfullar útfararstofur og kirkjugarðar, mátti öllum vera ljóst, að þetta gat ekki verið nein "smáflensa."
Það kom tímabil hér á landi, þar sem sumir fóru að gera lítið úr hruninu og nefndu það fyrirbæri "svokallað hrun."
Var það hraustlega mælt í ljósi þess að 30 þúsund manns lentu á götunni, ef rétt er munað.
Óþarfa áhyggjur yfir smá flensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo geta menn velt því fyrir sér hvers vegna "svokölluð smáflensa" framkallar "venjulegt hrun" á góðæris tímum.
Sumir segja að það nægi að slökkva á sjónavarpinu til að vera lausir við hvoru tveggja.
En á svoleiðis bábiljur verður að lokað vegna upplýsinga óreiðu.
Magnús Sigurðsson, 21.5.2020 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.