Hvernig geta kosningar beðið ósigur?

Viðeigandi er að óska Daða og félögum innilega til hamingju með þá einstöku velgengni, sem þeir hafa notið. 

Þessi pistill fjallar hins vegar um eitt af mörgum dæmum um það hvernig fyrirbæri, sem kalla má málleti af slæmri gerð; órökréttri orðanotkun, sem sífellt færist í aukana.  

Sögnin að sigra hefur hingað til haft eina rökrétta merkingu. Hún felur í sér lýsingu á úrslitum viðureignar, þar sem við eigast keppendur, tveir eða fleiri. 

Séu keppendur eða andstæðingar tveir, sigrar annar keppandanna hinn keppandann, sem beið ósigur. 

Sá, sem sigrar, er sigurvegari, en hinn keppandann, sem bíður lægri hlut eða ósigur, má kalla tapara. 

Séu keppendur fleiri en tveir er einnig hægt að tala um að sá, sem sigraði, sé sigurvegari. 

Einnig er hægt að tala um að annar keppandinn hafi orðið hlutskarpari, og ef keppendur eru fleiri en tveir, að hann hafi orðið hlutskarpastur. 

Það, að einn sigri, veldur því að keppinautur hans eða keppinautar, ef fleiri keppa, hafi beðið ósigur. Sigur og ósigur fylgjast að. 

Það er hins vegar órökrétt að keppnin eða kosningarnar bíði ósigur fyrir sigurvegaranum. 

Sé svo, hafa allar kosningar, styrjaldir eða átök frá upphafi vega beðið ósigur fyrir sigurvegurunum. 


mbl.is Daði vinsælastur í flestum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband