Það var mikið!

Í áratugi hefur það dregist úr hömlu að leysa umferðarvandann á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á mun ódýrari og hagkvæmari hátt en haldið var fram. 

Eftir Hrunið 2009 féllust þeir sem réðu ferðinni í uumfarðarmálum í Reykjavík á þá afarkosti að engar stórar samgönguframkvæmdir yrðu í Reykjavík næsta áratug!  

Í staðinn var farin öfug leið við gerð nýs Álftanesvegar í stað mun ódýrari breytinga á eldri veginum. 

Loksins nú hillir undir lausn við enda Bústaðavegar, sem var löngu tímabær. Þetta er  lengi búinn að vera einn helsi slysa- og umferðarvandastaður í gatnakerfi borgarinnar.

Því ber að fagna, þótt seint sé, að loksins nú fari að sjá fyrir endann á þessu löngu tímbæra verkefni.  


mbl.is Finna þarf leið fyrir borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðað við myndina virðist hafa gleymst að hugsa fyrir því hvernig á að komast frá Bústaðavegi og til norðurs eftir Sæbrautinni. Samkvæmt þessu er aðeins hægt að komast í suðurátt.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.5.2020 kl. 10:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Rétt Þorsteinn ég skildi þetta ekki. En hafið engar áhyggjur, Dagur kemur í veg fyrir þetta. Það verður ekkert gert.

Halldór Jónsson, 25.5.2020 kl. 18:52

3 identicon

Það er rétt hjá Halldóri að Dagur og hans þý snýst gegn hvers kyns léttingu álags af þessum gatnamótum.
Verst er að tillaga Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir hringtorgi og verður vandinn þar með að hluta til færður annað eins og verkfræðingar Vegagerðarinna eiga vanda til. Vandamálið er ekki leyst heldur fært.
Einhvers staðar er til hugmynd að slaufugatnamótum án hringtorgs eða umferðarljósa. Sú hugmynd kemst vel fyrir á því svæði sem þarna er laust.

Nonni (IP-tala skráð) 25.5.2020 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband