30.5.2020 | 13:55
Faraldurinn hófst upphaflega á tveimur fyrstu smitunum.
COVID-19 faraldurinn hófst upphaflega fyrr í vetur á tveimur fyrstu smitunum. Það sýndist ekki mikið þá, en Íslendingar voru samt vel viðbúnir eftir að sóttvarnarlæknir og lið hans hafði unnið störf sína frá því tveimur mánuðum fyrr í samræmi við það að um þann heimsfaraldur væri að ræða, sem síðar varð raunin.
Óg árangurinn hefur blasað við, en forseti Bandaríkjanna trúði því hins vegar að veikin væri ekki og yrði ekki til í Bandaríkjunum og þrástagaðist á því dögum og vikum saman.
Yfirmaður í Bandaríkjaher hefur hins vegar lýst því yfir, að baráttan við COVID-19 faraldurinn jafngildi stríði, sem Bandaríkjaher heyi og ljúki ekki fyrr en ekkert smit finnist.
Ef smit fara að færast aftur í aukana hér, er reynslan af bylgjunni í vetur vonandi dýrmæt til að hafa stjórn á atburðarásinni á leiðinni til eðlilegs þjóðlífs.
Eitt nýtt smit virk smit nú tvö | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.