Aðeins 160 kílómetra flugdrægni, en samt mikilvægur áfangi.

RafflugvélÞótt stærsta rafknúna flugvél heims hafi farið í 160 kílómetra langa flugferð og boðið upp á tíu farþegasæti, er það víðsfjarri því að vera nóg til að umbylta strax flugsamgöngum. 

Aðeins 5% allra flugferða í farþegaflugi eru 160 kílómetrar eða styttri, sem þýðir, að vélin kemst  að vísui til Vestmannaeyja í einum áfanga en ekki lengra en til Víkur í Mýrdal og dregur ekki til Blönuduóss. 

Og hin skamma drægni gerir að verkum að flug í hærri hæðum er ekki inni í myndinni. 

En þetta er aðeins upphaf á löngu framfaraferli framundan, þar sem skoðaðir verða möguleka á flugi tvinn-flugvéla með lengri drægni og afköstum.

Þetta er hljóðlaust og mengunarlaust flug og viðhald rafhreyflanna kostar brot af viðhaldi annarra hreyflagerða, auk þess sem orkukosstnaðurinn er aðeins 5 prósent af orkukostnaði í þotuflugi. 

Rafgeymarnir, endurnýjun þeirra í lok notkunartímans, að ekki sé talað um þann mikla ókost þeirra að vera níðþungir og jafnþungir frá upphafi flugs til lendingar, verður langstærsta hindrunin í vegi fyrir millilandaflugi og flugi yfir höf. 

Eldsneyti hefur nefnilega þann kost fram yfir raforku, að orkuforði eldsneytis í upphafi flugs er margfalt léttari í lok flugs en í upphafi flugs; eldsneytið hefur brunnið á leiðinni. 

Cessna Caravan sem varð fyrir valinu sem fyrsta bitastæða rafflugvélinm er þrautreynd flugvél og hefði getað nýst afar vel í innanlandsflugi hér á landi, eins og sköpuð fyrir íslenskar aðstæður og með yfirburða hagkvæmni. 

En þröngsýni réði því að af því varð aldrei. 


mbl.is Jómfrúarferð stærstu rafmagnsflugvélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vetni?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 23:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fátt snýst eins mikið um þyngd og flug. Ekki er að sjá að þeir fáu vetnisbílar, sem komnir eru á markað, séu marktækt léttari en jafnstórir og orkumiklir rafbílar. 

Stærsti kosturinn er það, hve margfalt minni tíma tekur að endurnýja orkuna þar sem bíllinn er hlaðinn. Það er líka stór kostur varðandi dýrmætan tímann, sem það tekur að hlaða rafhlöður flugvéla. 

Ómar Ragnarsson, 31.5.2020 kl. 00:15

3 identicon

Markaðurinn er öflugur þegar að þróun kemur. Rafmagnsbílar hafa verið til lengur en bensínbílar. En þar til finna þurfti upp léttar og aflmiklar rafhlöður í fartölvur og síðan gemsa og snjalltæki varð nær engin þróun í rafhlöðum. Og markaðurinn fyrir rafmagnsbíla og flugvélar er enn ekki það mikill að það kalli á verulegan kraft í þróun rafhlaðna. Enn eru þetta í grunninn bara staflar af fartölvurafhlöðum. Og það er keppnin um öflugustu, þynnstu og léttustu snjalltækin sem er aðal drifkrafturinn í þróuninni.

Vagn (IP-tala skráð) 31.5.2020 kl. 03:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð athugasemd, Vagn. 

Ómar Ragnarsson, 31.5.2020 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband