Geysileg framþróun hefur orðið á útivistarsvæðinu Heiðmörk síðan það var stofnað fyrir 70 árum. Eins og sést í upptalningu á tengdri frétt á mbl.is hafa þessi 70 ár skilað fjölmörgum viðverustöðum, sem höfða til fólks á öllum aldri og geta veitt því ánægju og upplifun.
Svona svæði eiga sér langa sögu erlendis, og flokkast undir hugtakið "recreational area".
Annað og enn stærra svæði af svipaðri gerð á Reykjanesskaganum er Reykjanesfólkvangur, sem einnig tilheyrir mörgum sveitarfélögum.
Þau lúta öðrum og ekki eins ströngum skilyrðum og þjóðgarðar, sem eru yfirleitt þekktari fyrirbæri og hlíta strangari skilyrðum varðandi sjálfbærni og friðun mikilvægra vistkerfa og jarðmyndana.
Þriðja fyrirbærið, sem vert er að nefna og sérstakar reglur gilda um, ber heitið Geopark og eru svonefndur Auðlindagarður utarlega á Reykjanesskaga og geopark, kenndur við Kötlu, dæmi um slíkt hér á landi.
Öll eru þessi svæði dýrmæt fyrir jarðarbúa nútímans, sem að meirihluta til á nú heima í borgum og fjarlægjast æ meira upprunalegu og náttúrulegu lífi, sem mannkynið er skapað til að una sér best í á öllum árstímum.
Leyndardómar Heiðmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, gallinn við Heiðmörk er sá að þangað kemst fólk aðeins á einkabíl. Og það virðist öllum finnast þetta í besta lagi. Ég held að þetta fólk, sem talar svo mikið fyrir réttindum gangandi í Reykjavík og móti einkabílismanum, ætti að beita sér fyrir áætlunarferðum þangað uppeftir. Kannski gert sé ráð fyrir að þeir bíllausu hjóli bara þangað, en það treysta sér ekki allir til þess, t.d. ekki eldra fólk.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 31.5.2020 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.