Donald Trump heldur áfram að ryðja nýjar braut í ýmsum atriðum síðustu vikurnar og stimpla sig á spjöld sögunnar sem lang merkasta og mikilhæfasta forseta landsins.
Fyrir tveimur mánuðum taldi hann sig hafa sem yfirmaður Bandaríkjahers heimild til að senda alríkisherinn inn í einstök ríki til þess að taka fram fyrir hendur á ríkisstjórum, sem honum mislíkaði við og afnema óþarfa hömlur og varnaraðgerðir við kórónaveirunni.
Og samhliða þessu gerði hann nokkuð, sem enginn annar forseti hefur gert, eða vita menn til þess að annar forseti hafi opinberlega hvatt fólk til sem mestu mótmælaaðgerðum gegn ráðamönnum einstakra ríkja í Bandaríkjunum eins og hann gerði varðandi takmarkanir og aðhaldsaðgerðir? Margir virtust fara að þessum tilmælum, og virtist hvítt fólk þar áberandi en lögreglan aðhafðist lítið.
Ekki eru liðnar nema nokkrar vikur þangað til sami forsetinn kemur aftur fram á einstæðan hátt, en alveg gerólíkan; hótar að senda þungvopnaðan alríkisher gegn mótmælendum, þar sem mun stærri hluti er hörundsdökkt fólk en í fyrra skiptið.
Trump er líkast til einnig fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem telur sér ekki skylt að leita til þingsins varðandi beitingu hervalds erlendis, þar með talið að fara í stríð. Hvar lýsti Roosevelt forseti til dæmis yfir stríði við Japan eftir árás Japana á Pearl Harbour? Jú, á fundi Bandaríkjaþings þar sem stríðsyfirlýsingin var samþykkt. Nú hótar Trump því í raun að fara fyrstur forseta framhjá þinginu í þessu efni.
Og sterkara tákn um sterkan leiðtoga er vart að finna.
Trump skilgreinir mótmælendur almennt sem "aðkomuglæpafólk", og þar með er hann að upplýsa um ígildi erlendrar ógnar hryðjuverkamanna, sem Bandaríkjaher muni heyja stríð við undir hans styrku stjórn "laga og réttar".
Ekki í fyrsta skipti sem mat hans er þannig. Hann taldir að þúsundir flóttafólks á hungurgöngu þúsund kílómetra fyrir sunnan Bandaríkin í fyrra væri hryðjuverkamenn Íslamska ríksins.
Þetta er allt í samhengi hjá sameinigartákni þjóðarinnar, sem sér þá stöðu vænsta fyrir sig í næstu kosningum, að þá sé hann orðinn eins konar herstjóri í varnarstríði gegn innrás óvina þjóðarinnar, það er, óvina hans sjálfs.
Leiðin í forsetastólinn sýnist kannski einna greiðust, þegar þjóðin fylgir leiðtoga voldugasta hers heims í stríði við innrásarher innanlands og óvinaríkið Kína á erlendum vettvangi, sem hann fullyrðir að hafi hrundið af stað alheimsstríði kórónaveirunnar í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir kjör hans, hins mikla leiðtoga, sem stendur í ströngu við að bjarga meira en milljón Bandaríkjamanna frá bráðum bana í hinni kínversku drepsótt, sem var send honum til höfuðs.
Svona mismunar kerfið svörtum Bandaríkjamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar telur innbrotsfólk og þjófa sem rændu td. Macy og aðrar búðir til mótmælenda Trump greinir þar á milli þegar hann talar um beitingu valds.Áttatíu skotnir í Chicago og tuttugu dauðir þar af eru það mótmælendur?
Halldór Jónsson, 3.6.2020 kl. 20:03
Ljót að segja það, en 80 dauðir í Chicago er aðeins meira en venjulega en glæpahlutfallið þar í borg er langt fyrir ofan meðaltalið í BNA svo mótmælendur eiga eflaust ekki mikin þátt í þessum tölum.
"Chicago's homicide rate had surpassed that of Los Angeles by 2010 (16.02 per 100,000), and was more than twice that of New York City (7.0 per 100,000) in the same year.[16] By the end of 2015, Chicago's homicide rate would rise to 18.6 per 100,000. By 2016, Chicago had recorded more homicides and shooting victims than New York City and Los Angeles combined.[17]"
Karl (IP-tala skráð) 4.6.2020 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.