3.6.2020 | 11:01
"Þegar gripdeildirnar byrja, hefst skothríðin."
Átökin í Bandaríkjunum eru í meira lagi myndræn þessa dagana. Ofangreind spádómsorð Bandaríkjaforseta hafa verið hent á lofti undanfarna daga og sömuleiðis þau hvatnimgarorð hans í ávarpi til landa sinna að borgararnir verði að nýta sér stjórnarskrárbundinn og nauðsynlega rétt til að grípa til vopna.
Notkun "þungvopnaðs" Bandaríkjahers var einnig boðuð í þessu ávarpi.
Hvergi er að sjá að talað sé um annað í stefnumótandi ræðum en að vopnin verði að tala.
Myndin af forsetanum uppstilltum með biblíu í hendi fyrir framan kirkju, eftir að varðsveit hans hafði rutt honum leið með táragasi og gúmmíkúluregni í gegnum hóp friðsamlegra mótmælenda minnir á styttuna á Stiklastað í Noregi af Ólafi helga Noregskonungi á prjónandi hesti með sverðið í annnarri hendi og biblíuna í hinni.
Fleiri en áttatíu skotnir í Chicago | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að hafa byssuna í annarri hendi og biblíuna í hinni hefur löngum þótt líklegt til vinsælda
Persónulega líkar mér betur við þá sem ganga mjúklega
þó andstæðingum þeirra sé gerð full grein fyrir því að viðkomandi sé með stóran lurk
sem vonandi þarf aldrei að grípa til
Grímur (IP-tala skráð) 3.6.2020 kl. 14:22
... þau hvatnimgarorð hans í ávarpi til landa sinna að borgararnir verði að nýta sér stjórnarskrárbundinn og nauðsynlega rétt til að grípa til vopna.
Ég missti af þessu. Heimild? Hljómar eins og falsfrétt.
Hvergi er að sjá að talað sé um annað í stefnumótandi ræðum en að vopnin verði að tala.
Ertu með tilvitnun?
Myndin af forsetanum uppstilltum með biblíu í hendi fyrir framan kirkju, eftir að varðsveit hans hafði rutt honum leið með táragasi og gúmmíkúluregni í gegnum hóp friðsamlegra mótmælenda
Fyrst þeir voru svo friðsamlegir, hversvegna þurfti þá táragas?
Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2020 kl. 17:18
Ásgrímur.
Ef þú situr rólegur úti á götu eins og þú hefur rétt til en múgur manna kemur veifandi byssum og heimtar að þú gerir eins og þeir ætlast til og skýtur að þér táragasi til að þvinga þig til að hlýða þeim.
Hver er þá friðsamlegur og hver er að sýna af sér óspektir?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2020 kl. 22:11
Hversvegna þurfti vörður laga að hafa afskipti af þessum manni sem svo dó þarna vestur í Bandaríkjunum? Hversvegna dó bara hann, en ekki félagar hans og samherjar?
Hrólfur Þ Hraundal, 4.6.2020 kl. 12:05
Ekki hafa verið bornar brigður á þau myndskeið, sem hafa sést í sjónvarpi um allan heim, að maðurinn hafi verið dreginn út úr lögreglbílnum til þess að leggja hann á götuna og hefja þar hina margumræddu 8 mínútna og 46 sekúnda aðgerð.
Fréttatímarnir eru margir á sjónvarpsstöðvunum, en eftir að hafa hlustað á heilu allt að klukkustundar ræður Trumps, bæði í kosningabaráttunni, þarf stundum að skoða það sem sýnast vera smáatriði, en eru í augum Trumps og aðdáenda hans mikilvæg atriði.
Í ræðunum 2016 var gegnumgangandi stuðningur hans við hin öflugu samtökum byssueigenda og hamraði Trump sífellt á stjórnarskrárbundnum rétti hvers Bandaríkjamenns til að vígbúast upp á eigin spýtur og nýtingu réttarins til sjálfsvarnar.
Þess vegna sá ég bæði og heyrið hann segja í sjónvarpinu að til þess að ráðast gegn glæpafólki, ræningjum og ofbeldismönnum þyrfti hann á að halda stuðningi "þungvopnaðs" herliðs og almennra borgara, sem nýttu sér stjórnaskrárvarinn rétt sinn. Orðalag, sem kom mér ekkert á óvart en margir virðast ekki hafa tekið eftir.
Ómar Ragnarsson, 4.6.2020 kl. 14:06
Fólk er óttaslegið í Bandaríkjunum núna. Ég var að tala við góðan vin þar ytra fyrr í vikunni, fræðimann og fyrrum háskólaprófessor hátt á áttræðisaldri, sem hefur ferðast um allan heim og kallar ekki allt ömmu sína. Hann sagði mér að nú færi hann ekki óvopnaður út úr húsi. Ástandið væri bara þannig.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.6.2020 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.