Það var eins og að klappa í stein að benda á æðibunuganginn.

Árum saman var varað við því hér á þessari síðu að láta eins konar æði renna á alla þá, sem ætluðu að margfalda framboðið á hvers kyns þjónustu við erlenda ferðamenn án þess að huga að tryggum og hófstilltum innviðum.  

Hótelin, sem troðið var á lítinn blett í gömlu miðborginni, eitt þeirra yfir dýrmætan helgireit allt frá landnámi og ofan í Alþingishúsið, voru dæmi um þetta æði. 

Mettölur hvers árs urðu hrikalegri og hrikalegri, og það sem hafði verið met eitt árið, þótti lítilfjörlegt stras árið eftir. 

Um síðustu aldamót komu þetta 0,3 milljónir ferðamanna til landsins, þannig ein milljón var bara ágætis búbót. 

Nú ætlar allt niður að keyra í harmagráti yfri álíka fjölda og þótt stórfínt fyrir örfáum árum. 

Af hverju þarf allt að vera svona hjá okkur?

Tíföldun orkuvinnslunnar á áratug og tífalt fiskeldi, helst í gær?


mbl.is Ferðaþjónustan fyrir faraldur var bóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband