5.6.2020 | 11:12
Gæði frekar en magn til að bjóða, þegar samkeppnin byrjar.
Það er auðvitað rétt að hrun í ferðalögum útlendinga til Íslands er alvarlegt mál, en þó er það ekki magnið eða fjöldinn sem þar skiptir mestu máli, heldur gæði þeirrar upplifunar og þar með orðspors, sem landið hefur.
Stórbrotnar myndir, bæði kyrrar og lifandi, auk þeirra frásagna, sem erlent ferðafólk hefur að færa eftir Íslandsdvöl skipta þar mestu, en einnig og ekki síður að eðli sérstöðu landsins á meðal allra landa, sé útskýrð sem best.
Að eiga slíkan fjársjóð getur verið dýrmætt þegar upp hefst eftirsókn ferðamannalanda eftir uppreisn hinnar hrundu þjónustu í heimsfaraldrinum.
Hvað sést til dæmis á meðfylgjandi mynd, sem er tekin aðeins nokkur hundruð metra frá hringveginum?
Þarna sést Herðubreið í 60 kílómetra fjarlægð, þjóðarfjall Íslendinga. Hún er eitt af ótal mörgum eldfjöllum á Íslandi, sem gusu undir ísaldarjökli og kallast þessi gerð fjalla móbergsstapi.
Þeir eru sjaldgæfir í heiminum, en samt finnast nokkrir í norðvesturhluta Norður-Ameríku.
Enginn er þó jafn frístandandi í því formi sem Herðubreið er.
Áin er Jökulsá á Fjöllum, og á bakkanum næst myndavélinni sést svartur sandur með rákum eða raufum, mynduðum af samspili straums og vinds.
Ástæðan fyrir því að þau elska Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.