6.6.2020 | 12:25
"Ég veit ekki´af hvers konar völdum / sá vegur lagður er..."
Það er ekki langt þangað til saga Krýsuvíkurvegarin og svonefndrar Krýsuvíkurleiðar verður aldargömul.
Lagning hennar og síðar Þrengslavegarins byggðist á því, sem mönnum sýndist staðreynd á þeim tíma, að útilokað væri að leiðin yfir Hellisheiði yrði heilsársvegur.
Vegna vaxandi byggðar í Reykjavík kom það sér afar illa á snjóþungum vetrum, ef Hellisheiðin var ófær og skortur á mjólk yrði afleiðing.
Menn gerðu sér ekki nægilega grein á þessum tíma, hve miklu skipti að vegurinn væri upphækkaður og lægi ekki um langar lautir eins og raunin var.
Tækjakosturin til malartöku og vegaframkvæmda var af skornum skammti alveg fram yfir stríð.
Krýsuvíkurleiðin reyndist ekki standa undir vonum og varð oft ófær í illviðrum, rétt eins og Hellisheiðin. Þetta olli óánægju og vakti gagnrýni.
Þegar Lárus heitinn Ingólfsson leikari söng þekkta gamanvísnasyrpu, var ein ljóðlínan með svipuðu orðalagi og lagið um Lorelei, en í íslenskri þýðingu var upphafslínan "Ich weiss nicht was soll es bedeuten dass Ich so traurig bin" þýdd svona: "Ég veit ekki´af hvers konar völdum / svo viknandi ég er..."
En í textanum sem Lárus fékk í hendur hljóðaði línan svona: "Ég veit ekki´af hvers konar völdum / sá vegur lagður er..."
1955 kom það upp í ljósi aukins vélakosts við að ryðja vegum braut í hraunum að þjóðráð yrði að gera nýjan Suðurlandsveg um Þrengslin og láta hann liggja beint til austurs yfir Forirnar í Ölfusi til Selfoss. Hann gæti orðið heilsársvegurinn sem var svo þráður.
Mönnum var enn í minni þegar Hellisheiðin varð kolófær í maí 1949.
Ekkert varð af lagningunni yfir Forirnar, því að þær eru ekki aðeins dýpsta forarfen Suðurlands, heldur einnig einstæð náttúrusmíð.
Fyrir nokkrum árum varð Hellisheiðin ófær í nokkrar vikur á útmánuðum, og þá reyndist ódýrara að halda Þrengslunum opnum en að berjast við fannfergið á Hellisheiðinni.
Vegurinn þar hefur hins vegar verið til friðs að mestu á þessari öld.
En þegar nú fréttist af lagningu malbiks á hluta Krýsuvíkurvegar sýnir það, hve hægt það hefur gengið og orðið að verkefni á tveimur öldum að fullgera þennan fyrrum umdeilda veg.
Krýsuvíkurvegur malbikaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú reyndar ekki eins og verið sé að frumleggja malbik þarna; það eru áratugir síðan þessi kafli var fyrst malbikaður.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 6.6.2020 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.