6.6.2020 | 18:53
Skimanir eru grundvallaratriði varðandi ótal sjúkdóma.
Skimanir og aftur skimanir sýna og sanna gildi sitt á þessu ári COVID-19 faraldusins.
Ekki bara hvað varðar mat á ástandinu varðandi þann sjúkdóm, heldur einnig varðandi fjölmarga aðra.
Sem dæmi má nefna þegar fólki, sem kom til skoðana varðandi ýmsar aðrar uppákomur í heilbrigði þess fyrir um tveimur árum, var boðið upp á auka skimanir varðandi ýmislegt annað, fékk þá útkomu að það væri með ýmsa kvilla, sem ekki hafði verið hugmynd um áður, gat þessi nýja vitneskja gert heilmikið gagn varðandi það að fylgjast almennt með heilbrigðisástandinu hjá hverjum og einum.
Meðal ýmislegs, sem þá kom upp, var að margir fengu í fyrsta sinn vitneskju um mergæxli á forsttigi, en án vitnseskju um slíkt er hætt við, að of seint verði gripið til gagnráðstafana ef meini' sækir í sig veðrið.
Á forstigi eða vægu stigi er völ á áranggursríkri lyfjameðferð, sem byggir á því að sjúkdómurinn sé enn viðráðanlegur.
Þetta á við um fleiri krabbameinssjúkdóma og það er því fyllilega rétt að nota orðið "grafalvarleg staða" yfir það þegar skimanir falli niður.
Segja stöðuna grafalvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef einn úr flugvél er veikur
þurfa þá ekki allir farþegar í flugvélinni og afgreiðslumenn á flugvellinum að fara í sóttkví?
Grímur (IP-tala skráð) 6.6.2020 kl. 20:01
Ísraelsmenn eru sagðir hafa fundið fljótvirka aðferð til þess að skima 12 tegundir krabbameins í blóði. Sagt var að aðferðin komi á markað innan árs.
Þetta kom fram í kvöld í fréttum (arte journal), á fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni arte.
Vonandi er eitthvað hæft í þessari frétt.
Hörður Þormar, 6.6.2020 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.