8.6.2020 | 00:58
Hvað, ef veiran hefði komið 2014?
Ólafur Laufdal veit lengra nefi sínu og margt af því sem hann segir í viðtali á mbl.is ber þess merki, að þar mælir maður af mikilli og djúpri reynslu.
Tjónið vegna veirunnar er auðvitað margfalt meira en það hefði verið til dæmis fyrir fimm til sex árum, meðan ferðamannafjöldinn hafði að vísu tvöfaldast á örfáum árum, en var þó vel innan við milljón á ári.
Það ríkti eins konar gullgrafaraæði hjá okkur á árunum 2015-2018 og fyrir bragðið munu gapa tómum gluggum gegn vegfarendum þau hundruð ferðaþjónustumannvirkja, sem risu með ævintýralegum hraða, hugsanlega um árabil að mati hins reynda hótelhaldara.
Grátlegast er að sjá hinar tómu hótelbyggingar halda áfram að rísa eins og ekkert hafi í skorist.
Sumarið meira og minna úti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.