Snillingamiðstöðin í Banff.

Á ferðalagi forseta Íslands í kanadíska þjóðgarðinn Banff í Klettafjöllunum um síðustu aldamót gafst færi á að skoða sérstaka miðstöð þar, sem var í einu og öllu útbúin með það í huga að lokka þangað skapandi og öfluga listamenn og aðra snillinga á þeim forsendum, að allt umhverfi þeirra væri miðað við það að þarna gætu þeir fengið bestu hugsanlegu aðstæður til þess að sinna krefjandi og skapandi verkefnum sínum.  

Þarna var stórt svæði sérstaklega skipulagt sem eins konar þorp dvalarstaða og bústaða, þar sem frumkvöðlarnir og listafólkið átti aðgang að allri nauðsynlegri þjónustu, svo sem mat og aðstöðu til líkamsræktar og örvandi útivistar og sýningarsala og tónlistarsala í hæsta gæðaflokki. 

Einkum var einn tónleikasalurinn magnaður, þar sem horft var út um risaglugga á háum gafli salarins til ægifagurs fjallalandslags þessa Klettafjallaþjóðgarðs, sem fóstraði þennan dýrlega stað. 

Einn liður í örvun sköpunar og aleflingar andans fólst í þeim  möguleika að hafa samband við annað listafólk og fá þannig fram flæði gagnkvæmrar hugmyndaauðgunar, svo sem með samvinnu tónskálda og ljóðskálda. 

Enn hefur ekkert líkt þessu komið fram hér á landi, en á tíma faraldurs er ferðamannaaðstaða af ofangreindu tagi tilvalin hér á landi einstæðrar náttúru. 


mbl.is Gætum opnað landið fyrir snillingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvenær var þetta? 

Svona skeður í ríki Trump sem þér finnst vera andhverfa alls sem gott er og fagurt. Ég hef ekki trúa á svona listamannadekri. Göbbels sagði viðSöru Leander : Kunst kommt nicht vom wollen sondern können!

Þegar ég horfi á prumpið hérna hjá okkur þar sem skeinisrúllur á vegg eftir alsskyns afglapa sem ég get ekki talið til listamanna eru taldar til listaverka og gjörninga  þá fæ ég upp í kok.

Halldór Jónsson, 9.6.2020 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband