Millistig í vistvænum samgöngum? "Orkuskipti - útskipti - koma svo!" 2. pistill.

Í gær fékkst fyrsti forsmekkurinn af því, uppá hvað rafknúin léttbifhjól, sem eru hliðstæð við 50 cc hjól, geta boðið. Farið var í leiðangur í áttina austur fyrir fjall á rafhjóli, sem þegar er komið á markað hér á landi, Super Soco Cux, og skoðað, hverju slík ferð gæti DSC08853skilað. 

Þessi leið býður upp á fjölbreytta fegurð og náttúrufyrirbæri í jafn miklu blíðviðri og var í gær, skafheiðríkur himinn og kaldi úr suðautri í 10 stiga hita. 

Bensínknúin vespulaga léttbifhjól af þessari stærð eru með sprengihreyfla, sem eru í kringum 3 hestöfl og er þeim skipað í tvo flokka.Honda 125cc og skellinaðra 50cc

Neðri flokkur þessara hjóla, sem eru orðin býsna algeng, er með nær alla söluna hér á landi, en á honum er tölvustýrð hraðalæsing til þess að koma í veg fyrir hjólin nái meiri hraða en 25/km klst (30 í Danmörku), og séu því lögleg og nothæf á hjólastígum og gangstígum. 

Sé læsingin aftengd eykst hins vegar hraðagetan upp í 45 km/klst og þá þarf að skrá hjólin og tryggja þau. 

Erlendis eru töluvert stór hluti þessara hjóla í þessum flokki, því að í fyrsta lagi munar miklu um það ef hámarkshraðinn hækkar úr 25 í 45 km /klst og í öðru lagi er það yfirleitt minni hluti akstursleiða, þar sem það kæmi sér betur að hraðinn væri t.d. 65 eða 70 km / klst. DSC08862 

Sjá má af úrvali svona hjóla, t.d. í Þýskalandi, að vegna ólíks eðlis rafhreyfla og bensínhreyfla, er meira um það að rafhreyflanir séu látir njóta þess, að togið (torque) í þeim er jafn mikið allt frá núlli og upp úr, og auk þess margfalt meira en hjá bensínvespunum. 

Hjólin á þessari mynd eru 125 cc hjól, Honda PCX, og 50 cc hjól, Znen f8. 

Á Super Soco Cux hjólinu er togið 106 Nm, sem er um þrisvar sinni meira en á 50 cc bensínvél, og raunar álíka mikið og á 125 cc bensínhjólum, sem ná frá 80 upp í 110 km hraða. 

Það nægir til þess að viðhalda hraða hjólanna upp brekkur á hringveginum öllum, svo að dæmi sé tekið, en leiðin milli Reykjavíkur og Hveragerðís er hluti af hringveginum. DSC08844

Síðastliðinn sunnudag var farin reynsluferð frá Spönginni í Grafarvogshverfi á Cux-hjólinu í austurátt frá borginni, og athugað hversu langt væri hægt að komast á einni hleðslu á því sem næst 40-45 meðalhraða á klst. 

Þarna var um að ræða rúmlega 100 metra hækkun í hægri vestanátt og síðan 100 metra lækkun gegn hægum vindi. Þetta fór þannig, að þegar komið var að Bláfjallavegamótum sýndist vera von um að komast upp að Litlu kaffistofunni og eiga nóg eftir til þess að komast til baka. 

Þetta stóð tæpt, en þó gafst færi á að fara rúma tvo kílómetra i viðbót. 

Niðurstaða:

48 kílómetra drægi með 45 km/klst meðalhraða. 

Orkukostnaður: Ca 40 krónur. 

Í gær tók við næsta stig; að hafa vararafhlöðu meðferðis og sjá hvernig það gengi með því að fara lengra á sömu leið. DSC08818

Þegar á hólminn var komið, blés ekki byrlega, því að nú þurfti að fara á móti suðaustan vindi leið, sem hækkaði um meira en fjögur hundruð metra áður en komist væri í aðstöðu til að fara niður hinum megin þegar halla tæki austur af. 

Niðurstaðan varð spennandi, því að á tímabili var þetta mjög tvísýnt og þurfti því að slaka örlítið á hraðanum og fórna til þess um fimm mínútum að geta látið hjólið renna niður í Ölfusið síðustu kílómetrana. 

Þetta gekk þannig upp, að drægnin reyndist verða nákvæmlega næg til þess að komast frá Reykjavík til Hveragerðis. DSC08822

Orka náttúrunnar er með hraðhleðslustöð við Shellskálann, en til þess að eiga eitthvað upp á að hlaupa, ef hin fulla vararafhlaða dygði ekki, var tóma rafhlaðan sett í samband við innanhússrafmagnið á meðan teknar voru myndir og gripið í smá snarl. 

Á bakaleiðinni kom í ljós, að orkueyðslan varð ansi mikil upp Kambana og upp á heiðina.

Því var ákveðið að fórna nokkrum mínútum þar með því að fara niður í 35 km hraða þar sem mesta orkan var notuð.

En þegar komið var upp á hæsta punkt, kom hins vegar í ljós sá mikli kostur, sem fólst í því að hafa meðvind á hinni löngu hallandi leið frá Hellisheiði til Reykjavíkur og varð til þess að í lokin hafði bakaleiðin frá Hellisheiði verið farið á næstum 48 km hraða og náð til baka helmingi þess tíma, sem fórnað hafði verið tvivegis fyrr í ferðinni í öryggisskyni. DSC08841

Orkueyðslan hafði á bakaleiðinni varð nokkrum prósentum minna en búist hafði verið við. 

Heildarniðurstaða:  85 eknir kílómetrar á 40 kílómetra meðalhraða.

Orkukostnaður: Ca 70 krónur. 

Sem þýðir í praxís að komast með notkun tveggja rafhlaðna fram og til baka frá Reykjavík til Hveragerðis eða Keflavíkur; en getað til öryggis, ef nauðsyn krefði, notað klukkustundar stans í ferðinni til að bæta raforku á geymana úr venjulegu húsarafmagni innanhúss. 

Þegar bornar eru saman ferðir, annars vegar á svona hjóli og hins vegar á aðeins stærra 125 cc léttbifhjóli með vatnskældri og hljóðlátrir bensínvél, er einn reginmunur á:

Rafhjólið er alveg hljóðlaust, og það gefur allt aðra upplifun, jafnvel þótt bensínhjólið sé með þeim hljóðlátustu af slikri gerð. Rafhjólið er miklu liprara og léttari í meðförum, en á móti kemur, að það er heldur þægilegra set og stöðugleiki á stærra hjólinu, drægnin miklu meiri og hraðinn sömuleiðis. 

Stærra hjólið er með miklu meira farangursrými og mun meiri þörf er fyrir farangurskassa á smærra hjólinu.

Eitt smáatriði má þó nefna. Allt fram undir síðustu ár hefur farið lítið fyrir farangurshólfum undir stýrinu og mælaborðinu á vélhjólum, en á Cux-hjólinu er þar hólf, sem tekur flöskur, litlar myndavélar og fleira. 

Bakpoki er einn af nytsamlegustu fylgihlutum smáhjóla, en hann má sjá á hjólinu á myndinni, en á stýri stærra hjólsins er hægt að hengja meira en það litla. 

Rannsóknin á þessum nettu og meðfærilegu hjólum er rétt að byrja. Þetta nýja millistig, ódýr, létt og meðfærileg; innan við 70 kíló, vistvæn einkafarartæki, samt með möguleika á seti fyrir tvo, sem eyðir fyrir innan við krónu á hvern kílómetra, en getur hins vegar komið manni á milli staða í borgarumferð og á styttri leiðum jafnfljótt og bílar vekur spurninguna um það hvort í þessum skemmtilegu hjólum sé áhugavert millistig komið á milli rafreiðhjóla, sem að vísu eyða enn minna, en fara líka helmingi hægar yfir.DSC08814 

Í gær unnu tvö hjól vel saman: Annars vegar rafreiðhjólið Náttfari í stutt sex kílómetra hressandi snattferð í banka og fleira (sjá mynd) , en síðan strax á eftir Cux hjólið, sem sýndi, að hægt var að skjótast til Hveragerðis og til baka á viðunanlegum tíma, einni klukkustund hvora leið fyrir 80 krónur í orkukostnað alls. 

Á laugardag gæti bensínvespan góða leyst dæmið um ferð til Blönduóss og til baka á þremur tímum hvora leið fyrir um 2400 krónur alls í orkukostnað. Léttir 9. júlí 2017

 


mbl.is Mesti hiti ársins á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband