Óvinir í hverju horni lykillinn að fylgi og nýjum kosningasigri?.

Já, því ekki það??  Trump er áberandi í fjölmiðlunum eins og jafnan, og margur valdamaðurinn í heimssögunni hefur komist til valda og haldið völdum með því að fylkja þjóðum sínum að baki sér í harðvítugu stríði við skæða óvini, oftast blóðþyrsta mjög og ógnvænlega. 

Þetta gerði Donald Trump skipulega fyrir forsetakosningarnar 2016 og óvinaþjóðin voru þá Mexíkóar, upp til hópa glæpahyski og múslimatrúar íbúar Bandaríkjanna, sumir af annarri eða þriðju kynslóð frá innflytjendum. 

Trump hikaði ekki við að kalla Hillary Clinton og Barack Obama stofnendur ISIS, sem heimsbyggðin öll vissi að skelfilegasta hryðjuverkafólk síðustu 80 ára. 

Þetta virtist svínvirka og skilaði Trump inn í Hvíta húsið

Nú er Trump að hefja kosningabaráttuna 2020 og grípur að sjálfsögðu til þeirrar tegundar málflutnings, sem reyndist svo vel 2016. 

Hann hótar, sem yfirmaður bandaríska hersins, að senda herinn til Seattle til að ná borginni úr höndum hryðjuverkafólks, sem þar er með samþykki borgarstjórans, en miðað við sögu Bandaríkjanna þarf ekki lítið til að voldugasti her heims fari í innanlandsherferð fyrir völdugasta mann heims. 

Trump er þegar búinn að sviðsetja meginsviðið og taka það upp sem einskonar heimildarmynd í einstæðri gönguferð sinni við Hvíta húsið, þar sem hann hafði í fylgd með sér hershöfðingja, undirmann sinn, í táknrænni gönguför til að ljá því réttan blæ þegar liðsmenn forsetans beittu táragasi, piparúða og gúmmíkúlum gegn því meinta ofbeldisfólki, ræningjum og ruplurum sem þarna var sagt vera að ógna innanlandsfriði og stofna til borgarastyrjaldar með því einu að vera statt þarna, án þess að neitt af því, sem því var kennt um, sæist framkvæmt á heimildarmyndinni.  

Lokaatriðið var stórbrotið, forsetinn veifandi biblíunni fyrir framan kirkju með yfirlýsingu um að vera búinn að kveðja til allt tiltækt herlið til að berjast við fólkið, sem þarna var, og hnýtti forsetinn síðan við hvatningu til almennings, að nýta sér 2. viðauka stjórnarskrárinnar sem kveður á um rétt hvers borgara til að vígbúast og beita vopnum. 

Nú hefur hershöfðinginn að vísu beðist afsökunar á því að hafa verið þáttakendi í þessum mikla herútkallsgerningi, en það skiptir auðvitað engu máli. Þetta er allt komið á mynd í dásamlegu "raunveruleikasjónvarpi."  

Ráðamenn kirkjunnar hafa líka viljað sverja af sér sína þátttöku, en það fellur í skuggann af hinni glæsilegu sviðsetningu mannsins, sem varð fyrst frægur sem þátttakandi í raunveruleikasjónvarpi. 


mbl.is „Farðu aftur í byrgið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Trumpophobían ríður ekki við einteyming hjá þér Ómar. Þú vilt fá braskarann Biden með son sinn Ukraínu Hunter í baknefndinni. Verði þér að góðu.

Halldór Jónsson, 12.6.2020 kl. 21:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bíddu aðeins hægur. Í heila viku hef ég ekki minnst einu einasta orði á Trump á sama tíma og gaurinn hefur verið í sjálfur að halda sér inni nánast daglega í sviðljósi fjölmiðla heimsins og margir hafa að sjálfsögðu fjallað um ný og ný afreksverk hans allt að því daglega. 

Má ekki anda á gaurinn, þó ekki sé nema á viku fresti?

Ómar Ragnarsson, 12.6.2020 kl. 22:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er styttra síðan þú skrifaðir sjálfur um Trump en ég, enda er maðurinn algerlega sér á parti með það að búa til stórfyrirsagnir og halda sér fremst í umræðunni, svo mánuðum og árum skiptir. 

Ómar Ragnarsson, 12.6.2020 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband