Kyrkingartak er ekki alltaf það sama og kyrkingartak.

Kyrkingartak er eitt af brögðunum í júdói, sem taka má, en þó er það notað svo allt öðru vísi og er svo allt annars eðlis en takið, sem hélt George Floyd niðri, að varla er um sambærilegt fyrirbrigði að ræða. 

Aðalmunurinn liggur í því, að júdómaður nær sínu taki þegar báðir glímumennirnir eru í gólfinu og sá, sem tekur takið, gerir það með armi sínum. 

Báðir, ásamt dómurunum, eru þrautþjálfaðir til þess að takið sé aðeins tekið örstutt augnablik þannig að allir sjái, hvers eðlis er, og um leið og sá sem er fastur í takinu, finnur hvernig "lásinn" er, slær hann hendi í gólfið til merkis um uppgjöf, og sleppir sigurvegarinn þá takinu samstundis. 

Kannski er þetta augnablik varla meira 1-2 sekúndur í stað 526 sekúndna langa taksins, sem beitt var á Georg Floyd og þar að auki með því að þrýsta öllum likamsþunganum með hnénu ofan á háls hins kyrkta.  


mbl.is Trump ekki alfarið á móti kyrkingataki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband