14.6.2020 | 13:47
Renna Biden og Trump fyrir forseta?
Íslenskan hefur boðið upp á alls konar möguleika til að túlka tímaskort og það fyrirbæri að falla á tíma.
En engin takmörk virðast vera fyrir því troða inn enskum hugsanahætti og enskri orðaröð í stað hins íslenska.
Fyrirsögnin "Chelse að renna út á tíma" er eitt af ótald dæmum um slíkt.
Orðanotkunin er hrá og bein þýðing á ensku setningunni "running out of time" sem er á góðri leið með að útrýma allri þeirri orðanotkun, sem hingað til hefur dugað Íslendingum vel um skort á tíma.
Stundum virðist hin enskættaða orðanotkun asnaleg í byrjun, en með síbyljunni vinnur hún smám saman sess.
Næsta skref gæti orðið að segja að þeir Joe Biden og Donald Trump séu að renna fyrir forseta, þ.e. nota hráa þýðingu á "running for president."
Þýðiningin á "running out of time" minnir á gömlu grínþýðinguna úr íslensku yfir á ensku "hot river this book?", sem vanhugsuð þýðing á íslensku setningunni "hver á þessa bók?"
Hráum þýðingum fer sífjölgandi eins og sést á því að í tengdri frétt um knattspyrnufélagið sem rennur hvað hraðast út á tíma, er orðið klásúla eingöngu notað um ákvæði ráðningarsamningi félagsins, sem fjallað er um í fréttinni.
Íslenska orðið ákvæði hefur hingað til verið fullboðlegt, enda á það við eitthvað sem kveðið er á um í samningum eða lögum.
Chelsea að renna út á tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er til lítils að halda í íslenska tungu,þegar mest ráðandi öfl í landinu studd af ESB,vinna að því að þröngva Íslandi í alræðisflokk sem almennt er kallaður Globalistar.
Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2020 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.