Loksins góð bresk frétt varðandi COVID-19 lyf, en slæm frétt vestra.

Tvær ólíkar fregnir berast nú frá útlöndum varðandi lyf, sem geta haft áhrif á COVID-19 sjúklinga. 

Annars vegar frétt frá Bretlandi, þar sem steralyfið dexamethasone er eftir marktækar tilraunir talið geta gert afstýrt dauða mjög veikra sjúklinga, en hins vegar sú frétt frá Bandaríkjunum, að bandaríska matvælaeftirlitsstofnunin hafi bannað lyfið hydroxyclorokin bannað þar í landi, vegna þess að það hafi að mestu leyti haft slæm áhrif. 

Bæði lyfin hafa átt það sameiginlegt, að vera eingöngu vonarstjörnur varðandi dauðveika sjúklinga. 

Donald Trump batt upphaflega vonir við síðarnefnda lyfið og kvaðst jafnvel hafa tekið það inn. 

Þótt nú sé komið bakslag í gengi þess lyfs, er heildarfréttin góð, nytsamlegt lyf sem getur fækkað dauðsföllum að einhverju leyti.  


mbl.is Nýtt lyf dregur úr dánarlíkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að Moderna og Ísraelar komi með lausnina.

Heimurinn kemst ekki í lag nema mótefnið finnist.Og það finnst.

Ég held að Kári klári viti meira heldur heldur en hann kjaftar um daglega

Halldór Jónsson, 17.6.2020 kl. 00:57

2 identicon

Skýrslan um að hydroxychloroquine gerði lítið eða verra gagn var birt i The Lancet og varð til þess að rannsóknum við lyfið var hætt hjá WHO.

Guardian komst að því að skýrslan var "allt í plati" (m.a. einn höfunda í kynlífsbransanum og annar vísindaskáldsöguhöfundur).

Skýrslan var dregin  til baka af The Lancet og WHO heldur áfram rannsóknum á hydroxychloroquine.

https://www.theguardian.com/world/2020/jun/03/covid-19-surgisphere-who-world-health-organization-hydroxychloroquine

Ello (IP-tala skráð) 17.6.2020 kl. 08:16

3 identicon

Brösuglega hefur gengið hjá Moderna: Ian Haydon, einn hraustu manna sem gaf sig fram lýsir því hér:

https://edition.cnn.com/videos/health/2020/05/07/entire-may-7-coronavirus-town-hall-part-3-sot-vpx.cnn

Allt í plati. Ian varð hastarlega veikur sem Moderna sagði af allt öðrum toga en bóluefnið.

https://childrenshealthdefense.org/news/modernas-guinea-pig-sickest-in-his-life-after-being-injected-with-experimental-vaccine/

..grunar þessi Fauci sé varasamur...

Ello (IP-tala skráð) 17.6.2020 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband