Sama eðlis og styrjöld Bandaríkjahers.

Í viðtali við einn af yfirmönnum Bandaríkjahers í bandarískum sjónvarpsþætti var hann spurður um eðli viðbragða hersins við COVID-19 og mat hersins á baráttunni við hana. 

Á þeim tíma hafði komið í ljós að um borð í bandaríska flugmóðurskipinu Roosevelt höfðu 800 manns greinst með kórónuveiruna. 

Svör hans voru afdráttarlaus og athyglisverð: "Á sama hátt og Bandaríkjaher hefur skilgreint hernaðarumsvif sín í Afganistan síðan 2001 sem styrjöld, sem herinn heyr, skilgreinir hann COVID-19 sem styrjöld, sem háð sé á vegum heraflans og það á heimsvísu."

"Og hve lengi búist þið við að þurfa að heyja þessa styrjöld? Hvenær lýkur henni?"

"Henni lýkur ekki fyrr en engin veira er eftir," svaraði hershöfðinginn. 

 

 


mbl.is Takmarkanir næstu mánuði og jafnvel ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel svarað nafni.

Og líklegast kjarni málsins.

Sambýli við drápsveiru þar sem enginn veit hver er næstur, er aldrei valkostur.

Þetta veit fullorðið fólk, en núna er það lokað inni, eða verður mjög fljótlega lokað inni.

Furðulegt, svona eftir á, að Bretar skyldu ekki loka Churchill inni í tíma, hann var gamall, og átti ekkert erindi uppá dekk að trufla hina friðsælu tíma millistríðsáranna.

Og eitthvað mikið hlýtur að hafa verið að hjá Þjóðverjum að ná annað aflóga gamalmenni til að stýra uppbyggingu efnahags og endurreisn sjálfsvitundar þjóðarinnar sem hægri öfgamenn náðu að sýkja svo jafnvel á tíma var efast um bata.

Þeir hefði líklegast átt að loka Adenauer inni og sætta sig við kaunin sem drepið olli.

En það var þá, aðeins fortíð, enginn nútími, ekkert norm að loka gamalt fólk inni.

Jafnvel auður mældur í visku þess og þekkingu.

Annað í dag, núna þekkið þið ykkar bás, hvorki æmtið eða skræmtið.

Það er enginn Churchill í ykkur Styrmi hér á Moggablogginu.

Þið lokið meir að segja sjálfviljugir hurðinni á eftir ykkur.

Það þarf jú döngun til að rífast við tíðarandann.

En helv. hann Trump, skömmum hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2020 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband