Hreinir rafbílar og léttbifhjól stökkva hátt.

Þegar litið er á nýjasta yfirlit yfir selda nýja bíla á Íslandi síðustu 18 mánuði, sýnir græn lína seldra hreinna rafbíla, að sala þeirra hefur meira en tvöfaldast, úr 17 prósentum í rúm 42 prósent, en bláar línur, sem sýni selda hybrid-bíla og tengiltvinnbíla, (PHEV) eru á svipuðu róli allan tímann í kringum 15 prósentin. 1216717

Fyrirsögn þess efnis, að aðalfréttin sé sú, að sala tengiltvinnbíla hafi aukist jafnt og þétt þarfnast því skýringar. 

Annað línurit, sem lesa má úr tölum Samgöngustofu um nýskráningar léttra bifhjóla síðustu fimm og hálft ár, er athyglisvert. 

Þar sést að nýskráningar léttra bifhjóla hafa tekið risastökk á á árinu 2019 og fyrri hluta 2020. 

NýsLétt bifhjól nýskráningarkráningarnar voru 16 árið 2018, rúmlega tvöfölduðust upp í 33 2019 og voru á fyrri hluta þessa árs orðnar ellefu sinnum fleiri en þær voru allt árið 2018. 

Spurningin er sú, hvort og þá hvaða breytingar á skráningarreglum hafi átt þátt í þessari miklu fjölgun.   


mbl.is Hlutfall tengiltvinnbíla eykst jafnt og þétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband