Smitrakningarnar eru þungamiðjan.

Hér á árum áður sagði eigandi einnar af 3300 malarnáma á Íslandi, að þrátt fyrir lágmarksstærð á námum, væri hægt að fara fram hjá þeim reglum, með því að byrja á annarri skammmt frá, en þó nógu langt til þess að hún teldist sérnáma, þótt gott vegasamband væri á milli námanna og nýtingin í raun alveg eins og ef þetta væri ein og sama náman. 

Svona væri hægt að fara fram hjá reglunum, jafnvel tæknilega út í það óendanlega!

Lykillinn að góðu gengi í viðureign við skæðan óvin er að þekkja hann og stöðu hans sem best. 

Góður árangur hér á landi hefur byggst á slíku, ekki síst vegna hins þróaða kerfis smitrakninga. 

Komi upp hópsýking hjá 500 manna hópi er meiri von til að ráða við hana heldur en ef hópurinn væri 2500 manns.  

En samlíkingin við malargryfjurnar sýnir svipað fyrirbæri varðandi þær og varðandi hópsýkingar. Ef reynt er að fara framhjá stærðartakmörkunum með því að viðhafa flæði fólks á milli samkomuhólfanna, magnast hættan á því að smitrakningin verði mönnum ofviða. 

Og þar með aukist hættan á því að neyðst verði til að bregðast við alvarlegu bakslagi með því að fara að herða takmarkanir í líkingu við það sem gerðist apríl eða mars. 


mbl.is Engar tilslakanir verða fram til 26. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ennþá nafni minn telur þú þig öruggan, kannski ertu lokaður inní öruggu vígi samlanda þinna sem á gamals aldri nýttu tekjur sínar og eignir til að kaupa sér íbúð í rándýrum blokkum sem gerðu út á fólkið sem hafði það betra fjárhagslega en fólkið sem byggði upp Ísland.

Miklu betra ef foreldrar mínir eða tengdaforeldrar sem unnu þó hörðum höndum allt sitt líf.

Fótboltakrakkarnir, eða hópur fólks sem kemur saman af einhverju tilefni, ógnar þér ekkert.

Eða hefur þú upplifað ógn vegna krakkanna sem vildu aðeins fá að spila fótbolta, eða þegar þú varst mættur á hópsamkomur og fékkst borgað fyrir að skemmta.

Ég man það eins og í gær þegar þú gaggaðir eins og hæna, og varst næstum því búinn að drepa fólk úr hlátri, í Egilsbúð um 1974-1976, kannski voru aðeins 400 manns í salnum, en hann var þéttskipaður.

Hvað ógnar þér í dag sem hræðir þig svo mjög??

Varla fórnir þjóðarinnar sem náði að hreinsa út drápsveiruna, á þann hátt að hún ógnaði almenningi ekki meir en önnur drápsveira sem kennd er við Ebóla.

Ebóla hefur reyndar sætt sóttkví í mörg ár, en samt hef ég mætt á fótboltamót með strákunum mínum fyrir það.

Vissi eins og er að hún var í Austur Afríku, bráðsmitandi, en ekki hérna, og hagaði mér eftir því.  Enda hvarflaði þá ekki að sóttvarnaryfirvöldum að bjóða hana velkomna til landsins með því að flytja inn einstaklinga sem hugsanlega voru smitaðir af henni.

Enn og aftur finnst mér þú mæra þá hugsun.

Að í smitlausu samfélagi þurfi fólk að passa sig, hætta að koma saman, eða haga sér á nokkurn þann hátt sem eðlilegt hefur talist og fólk hagað sér undanfarna aldir, eða allt frá síðustu drepsótt sem var einhvern tímann í byrjun 18. aldar.

Hvað veldur nafni minn??

Er þetta fortíðarþrá??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.7.2020 kl. 16:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Íbúðin í rándýru blokkinni" sem ég við hjónin leigjum og búum í er 72 fermetrar og hafðu ekki áhyggjur af því að höfum rænt henni af fólkinu, sem byggði upp Ísland og við vorum sjálf hluti af með verkamannavinnu allt frá 10 ára aldri. 

Ómar Ragnarsson, 3.7.2020 kl. 23:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott að heyra það, sagði "kannski", þó ég vissi mætavel hvað þú hefur gert við eignir þínar á gamals aldri.  Man nú reyndar ekki margt, en ég get allavega skotið upp einu minnisskoti fyrir augun mínum þegar þú heimsóttir Yellowstone og sagðir, "við eigum sambærilegt", og sýndir það svo eftirminnilega, að mig minnir bæði með myndum frá Torfajökulsvæðinu og frá leyndri perlu nálægt eða við Kverkfjöll.

Skrýtið að svona þættir skulu ekki vera endursýndir reglulega.

Stílbragðið var hins vegar hugsað til vekja upp spurninguna af hverju ritfærir eldri menn nota ekki gáfu sína til að verja samfélög eldra fólks, og þá atlögu sem græðgin gerir að þeim enn einu sinni.

Það er ekkert lok lok og læs við það að þurfa að fara í sóttkví á tímum drepsóttar.

En að gera það ekki mun á endanum drepa.

Varnarlaust fólk sem á sér fáa eða enga málsvara í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.7.2020 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband