"...Kári í jötunmóð..." um hásumar. "Kveður kjarnyrt ljóð."

Það er bara til einn Kári Stefánsson, sem betur fer læknisfræðisnillingurinn.  

Viðtalið við hann á mbl.is sýnir vel, hve erfitt er fyrir afburða mann eins og hann að falla inn í þá mótsagnakenndu veröld, sem við búum í án þess að vera einfaldlega of stór fyrir hana. 

 

Nú er horft fram á að vinna stórvirki 13. júlí, ef mögulegt á að verða að komast hjá hörðu bakslagi við að hafa bönd á losun um hömlur varðand straum ferðafólks til og frá landinu.

Kári og hans fólk auk annarra, sem mest hefur mætt á, hefur verið í jötunmóð fram að Þessu á sviði skimananna, en hann lýsir því í viðtolum að miklu betur megi ef duga skal. 

Þetta verður spennandi ef komast eigi hjá því að syngja um hásumar: 

Nú er í frosti´á Fróni

flest hjá vorri þjóð. 

Kveður kjarnyrt ljóð

Kári´í jötunmóð.  


mbl.is Kári: „Við höfum borgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það er nú sem áður að íslenskri þjóð
er brýn nauðsyn á að ÍE komi að þessu
verkefni og ekki sízt fyrir þá sök að
samhug og dug virðist skorta og óeining
er þar sem hagsmunir takast á; sundurlyndisfjandinn!

Húsari. (IP-tala skráð) 6.7.2020 kl. 21:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrsta sem ég man eftir varðandi þennan Kára var þegar hann lét Davíð Oddsson koma í gegn frumvarpi um ríkisábyrgð á einkafyrirtæki sitt. Næsta var þegar hann plataði fjölda fólks til að fjárfesta í þessu fyrirtæki, og það tapaðist allt. Þessi maður hefur lengst af verið í slagtogi við náungann sem varð táknmynd bankahrunsins, Hannes Smárason.

Ég held að þett sé siðblindur náungi með óeðlilega mikla valdafíkn miðað við aldur. Það er kominn tími til að ríkisstjórnin hætti að láta hann spila með sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband