Hverjir borga hærri tolla? Almenningur. Allir tapa á tollastríði.

Á undan Seinni heimsstyrjöldinni hafði geysað tollastríð í heimsviðskiptum. Eftir að friður komst á 1945 tók við 10-15 ára tímabil þar sem niðurstaða þjóða heims var í megindráttum sú að aflétta tollum og viðskiptahindrunum. Reynslan af ófriðartímabilinu 1930-1945 hefði sýnt, að í heildina töpuðu allir á stórfelldum verndartollum og hindrunum, sem urðu til þess að vörurnar voru ekki framleiddar í þeim löndum þar sem það var hagkvæmast. 

Þegar litið er yfir listann af þeim vörum, sem við Íslendingar framleiddum hér í landi í skjóli tolla og hafta, vekur undrun, hvað þetta voru ótrúlega margar og ólíkar vörur, sem ekki væri viðlit að framleiða nú. 

Þeir, sem standa fyrir tollunum gorta sig af því að hafa með því að leggja þá á, mokað miklum tolltekjum inn í lönd sín.  

En hverjir borguðu fyrir þessar innfluttu vörur, sem hækkuðu svo mikið í verði? Það voru innlendir kaupendur, sem urðu fyrir auka útgjöldum við að hækka þessar erlendu vörur með hækkuðu söluverði vegna tolla, nema ef þeir sættu sig við að kaupa í staðinn lakari innlendar vörur. 

Nú virðist óðum að gleymast sá dýrkeypti lærdómur sem fékkst af ofurtollatímabilinu og viðskiptahindranatímabilinu 1930-1960. 

Þegar allt dæmið var reiknað, kom í ljós að þessi ofurtolla- og einangrunarstefna varð til þess að allur heimsbúskapurinn tapaði þegar upp var staðið. 


mbl.is Evrópusambandið varar Bandaríkin við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

snýst ekki um tolla heldur um vinnu og niðrgreidar vörur erlendis sem fluttar eru inn. ef þessi skoðun er virkilega skoðun ómars þurfum varla kolefnisgjald á eldsneyti hver skildi nú borga það. tolla og vörugjöld þjóna tvennum tilgangi neislustíríng og tekjur fyrir ríkisjóð. hvort vegur hærra er mat hvers og eins 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.7.2020 kl. 07:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ágætt dæmi er til um nýtt tollastríð, sem átt er við í pistlinum og ekki snýst um óeðlilegar niðurgreiðslur í raun, heldur það eitt að viðkomandi vara, í þessu tilfelli ný gerð af farþegaþotuum sem býður í senn upp á meiri þægindi fyrir farþega og hagkvæmari rekstur fyrir þotueiganinn í stærðarflokknum undir 120 farþegar. 

Þetta er kanadísk þota af gerðinni Bombardier, sem er með tvö sæti öðrum megin við ganginn en þrjú hinum megin. 

Þegar bandarísk flugfélögu vildu nýta sér þessi góðu kaup hjá næstu nágrannaþjóð, sem er í sömu heimsálfu og Bandaríkin, var í krafti kjörorðsins "Make America great agein" settur meir en 200 prósenta tollur á þessar vélar, en það jafngilti innflutningsbanni. 

Bandarísk flugfélög eru með þessu neydd til að kaupa óhentugri vélar en erlend flugfélög á flugleiðum, þar sem þessar þotur henta best. 

Ómar Ragnarsson, 7.7.2020 kl. 15:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting á innsláttar villu: "...make America great agaion..." á það að vera. 

Ómar Ragnarsson, 7.7.2020 kl. 15:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting á innsláttar villu: "...make America great again..." á það að vera. 

Ómar Ragnarsson, 7.7.2020 kl. 15:30

5 identicon

ágætis rök. við vitum svo sem ekkert um niðurgreiðslur eða styrki sem þessi framleiðsla fær undir merkjum  " græna  " vörumerkja.  en hvar á að draga mörkinn stórfyrirtæki geta betur tekið á sig tap en sérhæfð. kina heldur efnahagslífinu útflutníngsdryfnu með miklum ríkisafskipum.með furðulegu regluverki . svo smáríki þurfa kannski bara að taka stóru bræður sína til fyrirmyndar og setja furðulegar reglur en ekki tolla eða vörugjöld t.d er bílaframleiðsla varla hagkvæm í Evrópu nema vegna afskipa stjórnvalda með tolla og skattastefnu e.s.b seinlega eru við ornir of góðu vön að gæði kosti ekkert hve mörg stórveldi skildi hafa hrunið á þeim forsendum flytjum inn ódýrt og græðum á ódýru vinnuafli vandinn er að ódýra vinnuaflið fær tæknina frá stórveldinu og tekur það yfir með tímanum því þau líta ekki á gæði sem sjálfsagðan hlut heldur lúxus.  hvernig vill ómar verja efnahagslíf íslands því flest sem framleit er hér á landi er hægt að framleiða annarstað               " mun ódýrar  "

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.7.2020 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband