10.7.2020 | 10:35
Á að ganga endanlega frá fjöru alls Seltjarnarness?
Samanlögð lengd fjörunnar á Seltjarnarnesi öllu, frá botni Fossvogs út fyrir Gróttu og inn í Elliðavog og Grafarvog er á að giska 25 til 30 kílómetrar. Núna blasir við að með ólíkindum er hvað lítið er eftir af þessari fjöru.
Listakonan Ólðf Nordal segir á facebook síðu sinni að í ljósi sífelldra aðfara að fjörunni sé ljost að náttúran eigi sér engan málsvara, og það, hve lítið er orðið ósnortið eftir af henni, styður þau orð.
Tvð nýjustu dæmin um endalausar aðfarir að fjörunni eru núna við myndverk Ólafar á Seltjarnarnesi og við Laugarnestanga þar sem verið er að sækja að fjörunni og svæðinu á þann hátt að loka með heilmikilli uppfyllingu fyrir útsýni þaðan til Viðeyjar og skerða fjöruna stórlega.
Í viðtali um málið kemur fram af hálfu borgaryfirvalda hafi Landvernd verið færðar þakkir fyrir árverkni við ábendingar út af þessum framkvæmdum, en í fréttinni er líka upplýst um það að þegar sé búið að gera bindandi samning um flutning miðstöðvar Faxaflóahafna á hina nýju uppfyllingu!
Sem sagt: Um leið og sagt er að tryggt að raðist verði gegn fjörunni er búið að tryggja að aðförin haldi áfram.
Einu sinni var sett fram stefnan "virkja fyrst og friða svo".
Enskumælandi þjóðir orða það þannig að "éta kökuna og eiga hana samt."
Náttúruspjöll á Seltjarnarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.