10.7.2020 | 19:57
Sjónarsviptir fyrir sunnan og norðan. Hvað sögðu "völvurnar"?
Stórhátíðir með þéttum mannfjölda upp á tugþúsundir eins og Þjóðhátíðin í Eyjum og Fiskidagurinn mikli á Dalvík, hverfa vegna sóttvarnartakmarkana, í sumar , og er svo sannarlega sjónarsviptir af þeim.
Síðuhafi man þó þá tíð þegar Fiskidagurinn var löngu ófæddur og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum svipur hjá sjón í ágúst 1973 eftir nýlokið Heimaeyjargos.
Það yrði fróðlegt að sjá það borið saman un næstu áramót, hverju svokallaðar völvur spáðu um við síðustu áramót að myndi gerast á því herrans ári 2020 og bera það saman við það sem gerðist í raun.
Eldgosið í Heimaey er þó áreiðanlega sá atburður Íslandssögunnar, sem mest kom á óvart.
Sem er í raun undarlegt, úr því að Surtseyjargosið stóð árum saman sex árum fyrr.
En það var venja að segja á þessum árum að Helgafell væri útbrunnið eldfjall.
Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn.
Þjóðhátíð borin von vegna fjöldatakmarkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.