Misskilningur varðandi hemlun rafbíla.

Í frétt í Fréttablaðinu í dag er greint frá hinu miklu magni af plastögnum, sem berast úr hjólbbörðum og hemlaklossum í hafið.Náttfari, Léttir og RAF 

Er sagt, að rafbílar séu að öðru jöfnu þyngri en sambærilegir eldsneytisbílar og þess vegna berist meira frá dekkjum og bremsuklossum frá þeim en eldsneytisknúnu bílunum. 

Þetta er ekki rétt hvað snertir hemlakerfin, því að rafbílar eru yfirleitt með búnað, sem virkar eins og hemlar og endurheimtir með þessu átaki gegn hröðun bílsins niður brekkur eða við það að hægt er á bílnum. 

Slit á hemlabúnaði er mun minna á rafbílum, og svo lítið, að ef bíllinn er ekki mikið notaður, getur sest ryð eða tæring á diskana vegna lítillar notkunar.

DSC08838Endurheimtarbúnaður færist í vöxt á rafknúnum hjólum. 

Þessi er til dæmis reynslan á rafbíl síðuhafa. 

Öll þrjú rafknúnu farartæki hans, rafreiðhjól, rafknúið léttbifhjól og minnsti rafbíll landsins, eru með endurvinnslubúnaði í rafkerfinu. 

Með notkun þeirra eru farartækin þar að auki léttari en venjulegir bílar, rafreiðhjólið er 33 kíló, rafléttbifhjólið 70 kíló og litli rafbíllinnn 760 kíló.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Reyndar sest ryð á bremsudiska allra bíl, séu þeir lítið notaðir. Og vissulega má finna létt rafknúin farartæki, en staðreyndin er að rafbílar eru mun þyngri en samsvarandi bíll með sprengihreyfli. Þær upplýsingar liggja fyrir hjá umboðsaðilum.

Enn fremur er staðreynd að þyngri bíll slítur dekkjum meir en léttari bíll, séu þeir á jafn stórum dekkjum og það er líka staðreynd að meira reynir á hemlakerfi þyngri bíls en léttari, óháð búnaði við endurheimt orku.

Gunnar Heiðarsson, 15.7.2020 kl. 19:13

2 Smámynd: Hörður Þormar

Svo mætti líka sópa göturnar annað slagið.

Hörður Þormar, 15.7.2020 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband