17.7.2020 | 19:23
Er búið að hugsa þetta Icelandair dæmi til enda?
Spurningarnar hrannast upp varðandi nýjustu fréttirnar af kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands.
Hverjir eru þeir, sem Icelandair ætlar að ráða í staðinn fyrir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu? Ekki er annað að sjá en að stjórn félagsins sé að fara inn á alveg nýja og óþekkta leið í íslenskum kjaradeilum með þessu.
Ef til dæmis hefði verið um kjaradeilu kennara að ræða, hefði þá verið gripið til þess ráðs að segja öllum kennurunum upp og ráða eitthvað annað fólk í störfin?
Viðbrögð launþegasamtakanna og samtaka atvinnulífsins stangast gersamlega á, og spurningin er hvort þeir sem hafa nú komið þessari kjaradeilu inn á þessa braut, hafi hugsað dæmið til enda.
Segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kominn tími til að brjóta upp veldi ykkar kommkúnistanns og heljartök á athafnamarkaði Íslands. Verkalýðsfélögin eru að eyðilggja landið með ofbeldi sínu.
Halldór Jónsson, 17.7.2020 kl. 22:09
H.J. Verkalýðsfélögin eru að eyðleggja landið með ofbeldi sínu. Idiot.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 23:05
Flugfreyjur eru ad bidja um lagasetningu a deiluna.
El lado positivo (IP-tala skráð) 18.7.2020 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.