Stór skjálfti við Bláa lónið og Svartsengisvirkjun.

Bláa lónið og Svartsengisvirkjun eru um 4 kílómetra fyrir norðan Grindavík. Stóri 4,1 skjálftinn, sem kom í morgun varð að vísu 4 kílómetra fyrir norðan Grindavík en nákvæmari staðsetning til þess að átta sig á málinu er því að skjálftinn hafi orðið við Bláa lónið og Svartsengisvirkjun. 

Á því svæði, gufuöflunarsvæði virkjunarinnar, hafði land sigið um 18 sentimetra á síðustu árum vegna ágengrar gufuöflunar eins og það er kallað, en þýðir í raun að um rányrkju er að ræða; orkan er ekki endurnýjanleg, heldur fer þverrandi og afl virkjunarinnar sömuleiðis. 

Nú hefur land risið að nýju um 12 sentimetra að sögn, en svo virðist sem lítið sé vitað um hvort og þá hvaða tengsl séu á milli hæðarsveiflna landsins þarna og hinnar "ágengu" gufuöflunar.   


mbl.is Stór skjálfti við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband