19.7.2020 | 01:07
Afsannar eitt óveður í júlí á Íslandi kenninguna um hlýnun jarðar?
Sjá má á samfélagsmiðlum því kastað fram að kuldakastið núna hér á landi kunni að afsanna kenninguna um hlýnandi veðurfar á jörðinni.
Þetta er svolítið í stíl við það þegar þingmaður einn á Bandaríkjaþingi kom með snjóbolta inn í ræðustól að vetrarlagi, kastaði honum fram í þingsalinn og sagði að þetta sýndi að veðurfarið færi kólnandi.
Í langflestum tölvulíkönum, sem gerð hafa verið síðustu 30 ár um þróun veðurfars á jörðinni er gert ráð fyrir því að það hlýni áfram út þessa öld um alla jörðina, en ekki jafn mikið alveg alls staðar, því að tvö eða þrjú tiltölulega lítil aðeins svalari svæði verði, annað þeirra rétt fyrir suðvestan Ísland.
Kuldakastið núna og mikið og svalt vatnsveður á sér margar hliðstæður frá því fyrr á árum og það meira að segja snjóhret ofan í byggð í júnílok fyrir um 30 árum.
Í úrhellinu mikla um hásumar 1954 féllu miklar skriður í Norðurárdal í Skagafirði og víðar vegna eindæma vatnavaxta á norðanverðu landinu.
Síðuhafi horfði þá á eina slíka stórskemma túnið á bænum Hvammi í Langadal.
Í Síberíu hefur verið fimm stigum heitara að meðaltali í ár, en áður var. Síbería er 130 sinnum stærri en Ísland; - og hér hefur hitinn í ár og síðustu misseri verið heldur meiri en var á árunum 1965 til 1990.
Samt er reynt að ýja að því að eitt stutt kuldakast í júlí á okkar litla landi afsanni hlýnun jarðar.
Mikilfenglegasta veður sem ég hef séð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
So what? Ráðum við einhverju um starfsemi sólarinnar?
Hvað þóknast henni að gera næst?
Hún sem er hin mikla móðir alls lífs.
Ætla stjórnmálamenn okkar að stýra henni?
Halldór Jónsson, 19.7.2020 kl. 03:39
sanar bráðnun jökla nokkuð ofgahlínun. þeir hafa hörfað og stækkað til skiptis sá frægi ekki jökul " ok " hljóp fram að mig minnir 1979. eftir 7ára kuldatímabil er víst að núverandi jöklar séu að minka ofan frá en ekki neðan frá. sanar það nokkuð ef ómar setur snjóboltann í vatn og hendir honum inná þingið að um öfgahlýnun á sér stað. sípería er stórt landsvæði þó það hafi hitnað örlítið austan til er kuldi vestan meigin kannski komin hlínda kafli í kuldann í mongólíju sem hefur þurft að þola óvenju kalda vetur seinasta áratuginn meðan hittin var að aukast í Evrópu. bæti verið að ferskvatnið á norðurpólnum sé á yfirfalli vegna möndulhalla hjarðar
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 19.7.2020 kl. 06:40
Veldur upphaf hitamælinga i lok litlu ísaldar þvi að þú ert að fara á limingum yfir afturhvarfi hitastigs jarðar til þess sem það virðis hafa verið fra ca 700 til 15-1600 þegar kuldaskeiðið litla ísöld skall yfir fram undir 1900.
Grænlensku ískjarnarnir sína framm á þetta í túlkun vísindamanna
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.7.2020 kl. 10:28
Satt að segja er undarlegt að ekki skuli sú óumdeilanlegu staðreynd höfð sem fremst í umræðunni, að olíuöldin svonefnda er á lokastigi hnignunar vegna þess að þessi gullæð er ekki endurnýjanleg og að það verður æ dýrara og erfiðara að nýta hana. Svipað má segja um margar aðrar helstu auðlindir jarðar.
Ómar Ragnarsson, 19.7.2020 kl. 11:06
Engar auðlindir eru takmarkalausar. Vandinn er líklega helstur sá að það eru of margir að nýta þær núna. Þetta var auðvelt í upphafi þegar mannkyn taldi tvo og hálfan milljarð og þáverandi spekingar töldu auðlindirnar endast í árhundruð og endurnýjast af sjálfu sér - eða það sem í dag er kallað sjálfbærni.
En svo fjölgaði mannkyni, sem telur nær átta milljarða núna, og eftirspurn orðin meiri en framboð. Sjálfbærnin ræður ekki við það.
Kolbrún Hilmars, 19.7.2020 kl. 15:10
Góð færsla, Kolbrún, 100% sammála.
Hörður Þórðarson, 20.7.2020 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.