"Út í óvissuna" á fordæmalausan hátt.

"Út í óvissuna" var nafn á bók Desmonds Bagleys hér um árið, og það á við um árið 2020, sem kalla mætti COVID-19 árið, ár fordæmalausra aðstæðna og aðgerða á margan hátt, ekki aðeins varðandi farsóttina sjálfa, heldur koma upp óvæntar aðstæður á borð við þær, sem nú ríkja í deilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 

Í því efni geta komið upp fleiri álitamál en snerta lög um verkalýðsfélög og vinnudeilur, heldur hugsanlega fleiri lög og reglugerðir, svo sem um loftferðir. 

Varðandi þau lög má þó ætla að forsvarsmenn Icelandair ættu að vera á heimavelli, en flækjustigið kann að vaxa þegar fleiri þýðingarmiklir aðilar á borð við ASÍ, SA og lífeyrissjóðirnir geta leikið stórt hlutverk í þessu máli.

Styrmir Gunnarsson fjallar ágætlega um stöðuna á bloggsíðu sinni í dag.    


mbl.is Telur ákvörðun Icelandair fordæmalausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband