23.7.2020 | 07:56
Meginatriðin eru enn þau sömu og þegar Héðinn var og hét.
Fordæmalaus atburðarás í Icelandair deilunni hefur verið útskýrð þannig af talsmönnum atvinnurekenda, að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 hafi verið samin í gjörólíku umhverfi og séu löngu orðin gersamlega úrelt.
Það er einkennlegt ef þessi úrelding kemur svona skyndilega upp í fyrsta sinn eftir 82ja ára stanslausa framkvæmd laganna, meðal annars með atbeina Félagsdóms, sem er ein af forsendum þess að lögin geti virkað og komist sé hjá ringulreið og algerri lausung hjá deiluaðilum.
Nýmælið fólst í því að halda því fram og framfylgja því að atvinnurekendur geti slitið öllu samneyti við launþega sína með því að reka þá úr starfi og finna sér aðra viðsemjendur og starfsmenn í staðinn og það meira að segja með því að standa fyrir stofnun alveg nýs stéttarfélags.
Hollt er að skoða hvernig málum var háttað fyrir 1938 og hvers vegna Héðinn Valdimarsson var formaður Dagsbrúnar áður en lögin um stéttarfélög og vinnudeilur voru sett.
Það var vegna þess, að atvinnurekendur gátu ekki hótað Héðni á sama hátt og fátækum talsmönnum verkamenna. Héðinn var stöndugur maður og ekki hægt að hóta honum atvinnumissi með brottrekstri úr starfi af sama afli eins og oft hafði verið gert fram að því gagnvart talsmönnum launþega.
Það er því verið að reyna að snúa klukkunni aftur um 85 ár með því að innleiða brot á þessari löggjöf.
Hriktir í stoðum íslensks vinnumarkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.