Í Kröflugosunum reis land meira og meira eftir hvert gos.

Í Kröflueldum 1975-1984 reis land alls fjórtán sinnum, en eldgosin urðu níu. Við lok hverrar umbrotahrinu seig land en byrjaði síðan að rísa á ný.

Þegar land var eftir slíkt ris og gos komið í sömu hæð og í síðasta gosi, hélt það áfram að rísa í nokkrar vikur eða mánuði þar til gaus á ný. 

Svona gekk þetta áfram, og gosin urðu smám saman yfirleitt stærri og hið stærsta varð haustið 1984. 

Um 250 ár liðu milli Mývatnselda og Kröfluelda og nokkuð rólegt á þessu tímabili. 

Hugsanlega hófst slíkt tímabil 1984, en hvort það endist í 250 ár, styttra eða lengur, er líklega vissara að spá engu um. 

Gosin í Heklu 1970, 1980, 1991 og 2000 urðu með áratugs millibili, sem var ný hegðun hjá þeirri gömlu, þar sem áður höfðu liðið margfalt lengri tímabil milli gosa. 

Nú eru liðin 20 ár frá gosi, og hún heldur fast að sér spilunum og er raunar til alls líkleg. 

Gæti verið farin að gjósa eftir klukkustund frá því að þessi pistill er skrifaður.  


mbl.is Þrýstingur við Heklu hærri en fyrir eldgosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband